Kirkjuritið - 01.05.1963, Page 6

Kirkjuritið - 01.05.1963, Page 6
KIIÍKJLIÍITID 196 rúmið lians og spjallaSi við hann, spnrði hann: „Helclnr þú ekki að mér batni?“ Jú, það sagðist ég lialda. En þá spurði liann aftur ákveðinn: „Trúir þú því?“ Ég var ekki alveg eins örugg með það svar, sagði þó og reyndi að vera jafn ákveðin og liann: „Já, ég trúi því“. Hann horfði á mig lengi, alvarleg- ur og athugull, eins og liann vildi lesa hugsanir mínar, sagði svo að lokum: „Það er gott, ég trúi því líka. Ég les bænirnar mínar á hverju kvöldi og hið Guð að lofa mér að batna, og ég trúi því að hann geri það“. Þessi drengur lilýtur að eiga góða foreldra — foreldra, sem gáfu honum þá dýrmætu gjöf að geta beðið til Guðs, þegar liann svo ungur þurfti að heyja erfiða baráttu. Svo mörgum okkar hættir til að segja: Þetta eiga prestarnir að kenna og þetta eiga kennararnir að kenna. Vissulega eru prestar leiðandi í trúmálum og einnig margir kennarar. En erum við ekki öll kennarar þeirra ungu — erum við ekki öll játendur kristinnar trúar — eru það ekki einmitt við, sem eigum að kenna börnunum að stíga fyrstu sporin? Ætli til sé sá faðir eða móðir, sem ekki kann einhverja bæn. Og þótt mörgum reynist erfitt að svara spurningum hugsandi barna um Guð og tilveruna, þá gera börn ekki vísindalegar kröfur — ef þau fá falleg svör eru þau ánægð. Þau liugsa kannske eitt- livað um, hvar Guð sé uppi í himninum og hvernig hann geti séð þau svona langt í burtu eða livers vegna hann komi aldrei og tali við þau sjálfur. En ekki cr trúlegt að þau fáist meira um það en svo, að það er í lagi á meðan þau vita, að Guð er — honum treystir pabbi og mamma og honum geli þau J»ví líka treyst. Ekki eru allir vegir jafnauðfarnir og ekki cr sama leið öll- um jafn greiö. En hvort trúin er lítil eða stór — þótt liún sé jafnvel ekki talin nein þá er hægt að gefa. Það er hægt að gefa það, sem okkur var gefið, það er liægt að flytja á milli það, sem okkur var kennt. Kristur gaf okkur sjálfur fegurstu og einföldustu hænina og sálmaskáldin bæði innlend og út- lcncl liafa gefiö okkur fögur vers. Ég man eftir |>ví fyrir nokkr- um árum, er ég lieyrði pabha tala um trúleysi sitt, að ég spurði liann þá, hvernig hann gæti talið sig trúlítinn, liann, sem liefði innrætt okkur systkinunum öllum trú. Þá svaraði hann: „Trú mín var ekki alltaf mikil, en þaö var skylda mín að reyna“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.