Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 46
GuSjón F. DavíSssun Morgunbænir Ó, faSir, gjör mig lítiS Ijós uni lífs míns stutta sleeiS lil hjáljtar hverjum hal og drós sem hefur villzt af leiS. M. J. Eins o" allir fulltíða Islendingar munu vita, flytur Ríkisút- varpið stutta morgunbæn kl. 8 að morgni livern virkan dag- Morgunbæn þessa flytja prestar þjóðkirkjunnar, og þá aðal- lega prestar úr Reykjavík og nágrenni, sinn mánuðinn bver. Þessari belgistund er valinn mun heppilegri tími, cn sjálfum útvarpsguðsþjónustum belgidaganna, sem falla á einn mesta annatíma dagsins, að minnsta kosti fyrir búsmæður til sjávar og sveita. Mér befur dottið í bug að varpa fram þeirri spurn- ingu, bvort ekki mætti gjöra þessa helgistund — morgunbæn útvarpsins — álirifameiri og blessunarríkari fyrir trúarlíf lilustenda, með því að þeir sameinuðu sínar eigin morgunbænir þessari Iielgistund, og myndu þá bænir fjöldans sameinast J einn meginstraum, sem yrði því aflmeiri sem fljótið er sterk- ara en lækurinn, ef svo mætti að orði komast. Hver einstakling- ur myndi gcta liaft það bænaform, sem bann felldi sig mezt við. Ef til vill er orðlausa bænin ábrifamest. Allt vellur hér a einlægri trúartilfinningu. Allir þekkja þá blessun, sem bænin veitir þeim einstaklingi, er liana iðkar í cinlægni og alvöru- Einnig má benda á fordæmi Jesú Krists, scm iðkaði bænarb'fiu mjög mikið og kenndi lærisveinum sínum að biðja. En vert er að veita því athygli, bvernig bann bagaði bænum sínum- Hann bað sjaldan eingöngu fyrir sjálfum sér. Hann bað fyru' lærisveinum sínum og öllum þeim, sem trúa rnyndu á bann fyrir jieirra orð. Höfum við ekki þarna fyrirmyndina að bæn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.