Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 42
KIRKJUItlTIÖ 232 aðrir, sem annars liöfðu þann starfa á liendi. Hann var söng* og raddmaður góður. I niarz og apríl 1893 var liann aftur kennari á Stað, og vel- urinn 1894—95 allan á Stað, Suðureyri og á öðrum stöð- um í firðinum, og það ár var liann skrifaður til lieimilis á Stað. Þaðan reri liann vorið 1895. Allan þennan tíma, sem liann var í Súgandafirði, var hann forsöngvari í kirkjunni, og oft kom presturinn með liann með sér til að syngja, ef liann var í önundarfirði. Hann kenndi söng alls staðar þar sem hann var. Þegar liann var á stað 1893, þá fór frá Suðureyri á hverjum sunnudegi meiri hluti stúlknanna út eftir til að læra að syngja. Og þegar hann síðar var þar heimiliskennari, þá mun það ekki síður liafa verið vel notað. I þessum hóp á Suðureyri var Þórarinn Þorbjarnarson. Hann var fatlaður maður og gekk með hækju. Hann var andlega vel gefinn og hafði mikið yndi af söng og söng vel, en gat ekki gengið að almennri vinnu. Vann hann inni og kenndi börn- um. Hann dó 1920. En þrátt fyrir það, sem hér er sagt, þá vantaði ofl forsöngv- ara á þessum tíma og síðar, en þá byrjaði presturinn sjálfur, en fólkið frá Suðureyri ásamt nokkrum fleiri Iiélt söngnum uppi. Þegar Staður var gerður sérstakt prestakall 1901 eftir 38 ár, og séra Þorvarður Brynjólfsson kom þangað, þá flutti liann orgelið sitt við messur út í kirkju, og kona lians, frú Anna Stefánsdóttir spilaði á það. Var það mikil bót á þeim söng, sem fyrir var að fá hennar sterku og hljómfögru rödd. Og meðan hún var á Stað, þá var það ávallt hennar rödd og barna Iiennar, sem hætti upp, ef söngfólk var fátt, eins og oft við jarðarfarir. En eftir 1907—8 fór hljóðfærum að fjölga og sönghæfni að aukast. hriðrik Hjartar skólastjóri myndaði söngflokk og spil- aði og söng, bæði í kirkjunni og annars staðar, meðan liann var hér og síðan liafa ýmsir leyst þann starfa af Iiendi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.