Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 48
238 KIRKJUHITIÐ HÖFÐINGLSG GJÖF Kristján Jónsson á Fremstafelli hefnr afhent biskupsenib- ættinu til vörzlu kr. 10.000,00 — tíu þúsund krónu gjöf til sjóðsstofnunar. Gjöfin er bundin við nöfn þeirra lijóna beggja? Kristjáns Jónssonar og konu lians, Rósu sálugu Guðlaugs- dóttur. Uppbæðin er gefin í þeim tilgangi að vekja athygli á, að senn nálgast ártalið 2000, þegar liðin eru 1000 ár frá kristni- töku á Alþingi, og ætlast til, að hún verði upphaf að sjóði, er mætti vaxa á þessum árum, sem eftir eru til aldamóta, og hafa það markmið að minnast liinna merku tímamóta, 1000 ára afmælis kristnitöku og þátts Ljósvetningagoðans Þorgils i farsælli lausn á miklum vanda á örlagastund þjóðar, með byggingu kirkju að Ljósavatni til vígslu árið 2000. Velunnurum málefnis og staðar gefst tækifæri til að styðja liugmynd þessa með gjöfum til sjóðsins. Verður þeim veitt viðtaka í skrifstofu biskups að Klapparstíg 27. INNLENDAR FRÉTTlR Vígsla Skálhollskirkju er ákveðin 21. júlí n. k. Hefst hún kl. 10.30 f. h- Biskup Islands framkvæniir vígsluna. AO henni lokinni fer fram afhend- ing Skálholtsstaðar í hendur þjóðkirkjunnar. Forseti Islands og einn er- lendur fulltrúi flylja ávörp. Þá verður hlé. Cuðsþjónusta fer síðan fram kl. 3 e. h. og verður ]>á altarisganga. Önnnr einstök atriði hátiðarinnar eru ekki fyllilega ákveðin, en skipiá' hefur verið nefnd til að annast allan undirhúning dagsins ásanit hiskuP1- í nefndinni eiga sæti: dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Guðmundur Benediktsson, fuUtrúi og séra Guðntundur Ó. Ólafsson, prestur að Torfa- stöðum. Bisktipum heftir verið hoðið frá ölltiiu Norðurlöndum og iniinu þessir væntanlegir: Gudinund Schiöler, hisluip i Hróarskeldu, Helg1' Ljungberg Stokkhólnishiskup, P. Juvkam, Björgvinjarhiskup. Óvíst <“r hver kemur af Finnlandsbiskupum. En J. Joensen er væntanlegur fra Færeyjum. Verður liann vígður vígsluhiskup — hinn fyrsti í Færeyjum, 16. júní n. k. og fer liiskup Islands til þeirrar vígslu. Fleiri velunnarar Skálholts og kirkjunnar þar eru og lioðnir erlendis fr“-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.