Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 28
218 KIltKJURITIf) aðalatriðum, — leit ekki eins og liann á kjarna málsins. fcn mér fannst nautn að því að lilýða á livernig liann flutti er- indi sitt. Hvers vegna? Yegna þess að liann hélt sér við mál- efnið. Reifaði það skýrt og lióflega frá sínu sjónarmiði. Veitt- ist ekki að einum eða neinum — livorki manni né flokki. Það gerði áróður lians enn sterkari, en um það var ekki að sakast. Hann flutti mál sitt samkvæmt sinni sannfæringu. Hvers vegna geta blöðin ekki tekið upp slíkan málflutning? Og liví má ekki gera meira að því að fræða oss um deilumálin frá ýmsum liliðum, en etja oss saman líkt og einhverjum ill" fyglum? Island þarf þess með að vér séum samhent um að gera skyldu vora. Þann einhug, sem aðrar þjóðir liafa sýnt á styrjaldartímum eigum vér að sýna í friðinum, sem vér eiguni lífið undir að haldist ævarandi í landinu. ICVEÐJA SKÁLDSINS í viðtali, seni Kristmann skáld Guð'mundsson átti við norska skáldið, Arnulf Overland, lýkur svo: (sbr. Morgunblaðið 14. maí (). á.). „Ef svo færi, að þróun framtíðarinnar gengi í |>á átt að litlar þjóðir ættu ekki lengur rétt á sér, þá vildi ég óska islenzku þjóðinni, að hun yrði undantekning frá þeirri reglu. Hún hefur í þúsund ár lialdið tákni bókmenntana svo liátt á Jofti, að allar aðrar þjóðir heimsins dázt að henni fyrir það. Vera má, að einnig í hennar lífi sé þar koniið, að hún hafi ekki niiklu að tjalda. En ég vona að vegna þess, sem húu hefur þegar gert, eigi hún eftir að verða ein af þeim fáu þjóðum, seni heimurinn lílur upp til í hrifningu vegna andlegra afreka“. „Arnulf — þú varst einu sinni kommúnisli, — segðti mér nú í cinlægni; Hvaða stjórnmálaskoðanir hefurðu núna?“ „Ég er livorki rauður né hvítur, en ég hef ávallt harizt fyrir því, a<'* niega lialda fram inínum eigin skoðunuin. Það er dýrl — maður niissir alla vini sína á því, manni er útskúfað sem manneskju. En saml lield eg að það, að vera maður, og liafa sínar eigin skoðanir, sé dýrmætara en alh annað í þessum heimi“. Bæði kveðjan og lokaorðin verðskulda að geymast og gleymast ekki.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.