Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 43
S<>ra Birgir Snœbjörnssott: Kirkjuvika í Akureyrarkirkju öagana 3.—10. marz s. I. var lialdin kirkjuvika í Akureyrar- kirkju, hin þriðja í röðinni. Kjörorð hennar voru: „Eflum kirkjusóknina og styðjum sumarbúðirnar“. 1 undirbúningsnefnd voru auk sóknarprestanna Jón Þorsteinsson sóknarnefndarfor- Hiaður, Jakob Tryggvason organleikari, Jón Kristinsson rak- arameistari og Rafn Hjaltalín kennari. Kirkjuvikan bófst með æskulýðsguðsþjónustu og prédikaði J)ar frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Færri komust í kirkjuna en vildu og varð því stór liópur að snúa frá. Kvöldsamkomur 'oru á mánudags-, þriðjudags,- fimmtudags- og föstudagskvöld. l’vær ræður voru fluttar hvert kviild, og var röð ræðumanna l'essi: Séra Jón Bjarman, Laufási og frú Bryndís Böðvars- dóttir kennari, Ak., séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi °g Eiríkur Sigurðsson skólastjóri, Ak., séra Stefán V. Snævarr, Völlum og Hermann Sigtryggsson æskulýðsfulltrúi, Ak., dr. Kóbert A. Ottósson söngmálastjóri, Rvík og frk. Ingibjörg Hagnúsdóttir yfirhjúkrunarkona, Ak. Þáttur hljómlistar var fjölbreyttur. Organisti kirkjunnar, •lakob Tryggvason, lék öll kvöldin á liið undursamlega liljóð- feri kirkjunnar. Þá léku frk Nanna Jakobsdóttir og frk Gígja Kjartansdóttir saman á fiðlu og orgelið. Kirkjukórinn, Karla- Þór Akureyrar og Karlakórinn Geysir sungu nokkur lög. Einn- ig lék Lúðrasveit Akureyrar. Öll kvöldin var almennur söng- Ur og reyndist þátttaka mikil. Hverju kvöldi lauk með því að prestur og söfnuður lásu sanian 23. sálm Davíðs og báðu sameiginlega bæn. Kvöldun- l,1>» stjórnuðu þeir Jón Kristinsson og Rafn Hjaltalín. Á miðvikudagskvöld var föstumessa, og prédikaði þá séra Þórarinn Þórarinsson, Vatnsendaprestakalli. Sunnudaginn 10.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.