Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 36
226 KIItKJUUlTIÐ Stafiarkirkja Árið 1910 lét liann klæða innan á þak kirkjunnar og láta bak á alla bekkina, og 1911 lét liann járnklæða veggina. Á þessu tímabili lét liann mála kirkjuna utan og innan. Árið 1930 var látinn í bana ofn. Hann var gefinn af hinunt böfðinglundaða vini hennar og Súgfirðinga, Hans Kristjáns- syni, þá í Reykjavík. Það liefur líklega verið eftir nýjár 1886 sem kirkjan var vígð. Þar var ekki viðstaddur biskup eða liópur presta, og söfnuðurinn gat ekki fjölmennt — liin óblíða vetrarveðrátta leyfði það ekki. En ræðan, sem presturinn flutti mun í engn liafa staðið að baki ræðum, sem fluttar liafa verið við hátíð- leg tækifæri, þar sem bæði liafa verið biskup og margir prest- ar saman komnir, því að þessi góðkunni prestur var þekktui að því að vera gagnorður, kjarnyrtur og tilfinningasamur i ræðum sínum, og flutningurinn með afbrigðum góður. Það er líklegt, að nýja kirkjan liafi fundizt rýmri, bjartari og loftbetri en torfkirkjan, en eittlivað var þó, sem saknað var. Það vantaði bakið í bekkina og skilrúmið fyrir franian kórinn. Skilrúm þetta var þétt að neðan, líklega í 120—130 cm. hæ$- á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.