Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 34
KIRKJUItlTIf) 224 að vera liinn útvahli Guðs. Hann renndi grun í, að skýring þess fælist ekki í trúnaði hins heilaga við Guð, né einlægni iiins hreinhjartaða í garð Guðs, lieldur væri lausn leyndar- dóms þess fólgin í (luldri synd. Og Salómon varð spakur, en engin hetja. Og hann varð hugsuður en enginn bænarmaður. Og hann varð prédikari en ekki trúmaður. Og liann gat hjálpað mörgum, en sjálfum ser gat hann ekki hjálpað. Og liann varð munaðarsjúkur en iðr- unarlaus, niðurbrotinn án viðreisnar, því að viljakraftur hans hafði ofreynt sig á því, sem unglingnum hafði reynzt um megn. Þannig lét liann sjóða á keipum á lífsins ólgusjó, karl í krap- inu, já, yfirnáttúrlega sterkur. Það er að segja: kvenlega veik- ur fyrir því er varðaði fífhlirfskulegar tálsýnir ímyndunarafls- ins og undursamlegar tiltektir, og liinn snjallasti í hugskýring- um. Hins vegar var Salómon tvíliuga og fyrir þær sakir lýkur lama manni, sem ekki rís undir sínum eigin líkama. Hann liúkti í kvennabúrinu líkt og hrumur öldungur, nema þegar girndin vaknaði og hann hrópaði: Berjið bumburnar og dans- ið fyrir mig, konur! En þegar Austurlandadrottningin sótti liann heim, lieilluð af speki hans, var sál lians auðug og speki- málin flutu af vörum lians h'kt og liin dýra myrra, sem drýp' ur af trjánum í Arabíu. Úr DIAPSALMATA Æ, gæfudyrnar ganga eklci inn svo að hægt sé aé hrinda þeim opnum nieð því að hlaupa á þær. Þær ganga út, þess vegna er ekkert hægt hafast aiV. Til hvers er ég fær? Til einskis eiVa livers sem vera skal, þaiV er sjald- gæf fjiilhæfni, en skyldi hún vera metin aiV verðleikum í lífinu. Skyldu þær stúlkur komast í vist, sem bjóðast lil að taka að sér hússtörfiu, eða hvað sem vera skal að öðrum kosti. Niðurstaða lífs míns verður enginn, aðeins viss geðblær eða litur. Árangr' inum má líkja við verk listamannsins, sent átti að mála för Gyðinga yf‘r Kauðahafið. Og nieð það fyrir augum málaði hann allan vegginn rauðau og lét þá gkýringu fylgja, að Gyðingarnir væru komnir yfir, en Egyptarmr drukknaðir. — Snren Kierkegaard.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.