Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 22
KI n K J U111 TIÐ 212 landiSeins og Hannes Hafstein liélt fram. Saga sveitanna síðustu áratugina sýnir og sannar, að vér teljum landið of stórt, og ekki sé þörf á að nytja það, nema að nokkru leyti eins og sakir standa. Annað sé meira aðkallandi og arðvæn- legra. Vér höfum í svipinn svo miklu úr að spila að vér þurf- um ekki að vera neitt nýtnir. Frábært góðæri, einstök afla- sæld og beinar og óbeinar tekjur af dvöl varnarliðsins valda því. Einkennilegt til þess að liugsa, að nú á tímum, þegar liálft mannkynið sveltur, skulum vér hér úti á Islandi njóta meiri og jafnari velsældar en kannski nokkur önnur þjóð 1 heiminum og hafa áhyggjur af því, hvernig vér eigum að koma afurðum landsins í lóg e. a. in. k. í viðhlítandi verð. Þótt fyrst og fremst sé skylt að gleðjast yfir velgengninni, er von að mann grípi sá grunur á stundum, að þetta geti ef til vill ekki gengið til eilífðar. Að seinna kunnum vér að verða að búa enn betur að því, sem náttúran leggur upp í hendurnar á oss: notfæra betur ræktunarmöguleikana, hirða á ný öll hlunnindi og komast upp á lag með að liagnýta oss á fleiri vegur en nú, sjávaraflann — ekki sízt síldina. Þetta er oft sagt en aldrei of sagt. Annað er mér samt enn ríkara í liug. Ófáir tala á þann veg, að þeim sé ekkert mætara að vera hér á íslandi en víða annars staðar, ef þeir hafi hér minna upp úr sér, þótt þeir séu bornir hér og barnfæddir og hafi notið hér skólamenntunar. Og til eru þeir, sem mæla á þann veg, að það sé eingöngn af vanabundnu nöldri, að menn rausi um, að tungan kunnx að vera í hættu sakir erlendra áhrifa, sjónvarps, kvikmynda, sambýlis við herinn og enn fleira. Tungan sé alltaf að breyt- ast og ekkert voðalegra þótt vér hverfum frá forneskju í þvl tilliti en frændur vorir á Norðurlöndum. Hér verði líka alltaf Islendingar á meðan landið sé byggt, enda þótt svo kynni að fara að útlendingar streymdu liingað og nýjar kynslóðir kæniu til sögunnar, sem væru fullt svo mikið af erlendum stofnum sem íslenzkum. Hvort tveggja þetta má til sanns vegar færa á vissan hátt. En ég hygg að þau smáríki þar sem slík saga liefur gerzt fyrr og síðar, ýti ekki undir þá löngun að slík þróun verði hérlendis.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.