Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.05.1963, Blaðsíða 47
KIRKJUItlTIf) 237 ll>n okkar? Flestir fnlltíða kristnir menn munu nota sér jiaun lykil að náð' Guðs, sem Hallgrímur orðar svo fagurlega í liinu alkunna versi, „Bænin má aldrei bresta þig“. Gætum við heiðr- aó minningu mæðra og feðra okkar betur með öðru móti, en að nota vel þessa ótæmandi heilsulind. Og sérstaklega er það móðirin sem þarna hefur verið á verði. Því segir Matthías: «Enginn kenndi mér eins og þú, liið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir“. Rúmsins vegna ræð ég þetta ekki frekar, en lýk þessu máli 'iiniu með ljóði sem ég kalla: MORGUNBÆN ÚTVARPSINS Klukkan er átta. 1 takkann á tækinu þínu þú tekur og opnar, en Guð liér í orðinu sínu veitir þér lijálp til að standa í hversdagsins stríði og stefna á Ijósið, sem ávallt er morgunsins prýði. Ef nóttin er erfið svo friðinn í faðmi’ hennar eigi þú finnur, og sjón þín er myrkvuð mót komandi degi legð 11 við hlustir og lieyrðu hve orgelið þýða með hljóm sínum bendir á morgunsins sólstafi blíða. Ef andi þinn þráir að eignast í heimsstríði liörðu hugljúfa aðild að bæninni’ um friðinn á jörðu sendu þá Alföður óskir um hreinleik í lijarta, hugsun og vilji þinn stefni mót deginum bjarta. Fremstuliúsum, 25. febr. 1963,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.