Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 26
456
KIIÍKJUIIITIÐ
Bráðabirgðalausn
Þrjú ný prestaköll bætasl nú við í líeykjavík. Þá vantar
þrjár kirkjur. Enginn liætta er á að þær rísi ekki tiltölnlega
fljótlega, en þó teknr nokkur ár að koma þeim upp. Og á með-
an verður safnaðarstarfsemin einhvers staðar að fá inni. Hing-
að til liefur það aðallega verið í skólununi, þegar svo liefur
staðið á. Ég á sannarlega svo góða reynslu, sem framast verður
á kosið, hvað snertir velvilja, skilning og greiðasemi skóla-
stjóra og annarra þeirra manna, sem þar hafa komið við sögu
bæði í Kópavogi og Bústaðasókn í 11 ár. En það liggur í aug-
um uppi, að þessi lausn hefur sína annmarka, bæði fyrir skól-
ana og kirkjuna. Meira að segja þar sem húsrýmið er svo rúmt
og vistlegt sem í samkomusal Réttarholtsskólans, kemur mönn-
um ekki annað til hugar en að kirkjan verði að koma sem allra
fyrst. Og hafa því miður ófyrirsjáanlegar tafir orðið á því að
smíði liennar væri þegar hafin.
A undanförnum árum lief ég oft spurt sjálfan mig, livort vér
ættum ekki í sumum nýjum söfnuðum að fylgja fordæmi ann-
arra þjóða og reisa þar hið allra fyrsta bráðabirgðakirkj-
ur. Svo einfaldar byggingar, sem unnt væri — aðallega einn
sal, sem tæki um 200 manns — og svo að vísu anddyri og smá
herbergi sitl til hvorrar handar. Þar gæti verið geymsla, kaffi-
liitun o. fl. Aðalliugsunin er sú, að söfnuðurinn geti með þessu
móti eignazt strax á fyrsta eða öðru ári sérstakan og sjálfstæðan
helgi- og samkomustað, unz lionum er fært að reisa sér varan-
lega og veglega kirkju. Slíkt þyrfti ekki að kosta meira en sæmi-
legt íbúðarliús og tæplega það, og 5000 manna söfnuði ætti að
vera kleyft að afla þess fjár með ýmsum ráðum. Og ef bvgg-
ingarefni væri rétt valið, lilyti söfnuðurinn að geta gert sér
talsverðan mat úr húsinu, þegar liann eftir 5—10 ár þyrfti
ekki lengur á því að lialda. Væri hér því um nokkurs konar
innstæðufé að ræða. Tveir mikilsverðir kostir þessa skulu tald-
ir. Annar sá, að þennan veg getur söfnuðurinn þegar sótt
kirkju, þar sem presturinn embættar í fullum skrúða og frem-
ur lielgar athafnir í vígðn liúsi. Og prestur og söfnuður fær
jafnframt full umráð yfir samkomustað, sem lionum stendur
alltaf opinn til afnota, ekki aðeins til messu- og sunnudaga-
skólahalds, lieldur líka fundahalda o. fl.