Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 23

Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 23
KIRKJURITIÐ 453 En á bls. 167 í sömu bók kveður að því, er virðist nokkuð við annan tón livað Þorstein snertir. Þar segir svo frá: „Þorsteinn liafði nær lokið seinni liluta Eiðsins fáeinum vik- um fyrir andlát sitt, og átti hann að koma út um jólaleytið 1914. En ekkja skáldsins segir svo frá, að einhverja fyrstu nóttina í september það ár hafi bann dreymt Ragnlieiði. Sá draumur var slíkur, að eftir það þótti honum seinni ldutinn að litlu liaf- andi — tók hann og brenndi. Bjóst liann þegar til að yrkja liann að nýju og skipaði efninu þegar niður í liuga sér á þess- ari sömu nóttu. Það áttu að verða 18 kvæði. En dauðinn tók í taumana; kvæðin brenndu voru aðeins launuð einu mansöngs- broti. .... Þær geta verið stundirnar, að manni þyki Árnasafn hafa brunnið oftar en árið 1728. Það er léttbærara að bugsa til þeirra ljóða, sem aldrei voru ort en hinna, sem voru kveðin fyrst og síðan brennd“. Er það ekki hatramleg kuldhæðni, ef maður, sem ekki trúði á neitt framhaldslíf og þá eflaust því síður á nokkrar vitranir, hefur, sakir draums, sem bann að því er virðist lilýtur að hafa álitið að stafaði frá látnum mönnum — (hverjir aðrir gátu vitrað lionum að seinni hluti Eiðsins væri byggður á mis- skilningi?) — liefur eyðilagt óbætanlegt listaverk? Sannleikurinn mun sá, að Þorsteinn var hvorki „rétttrúað- ur“ né trúlaus. Þess vegna er brenna Eiðsins skiljanleg og varp- ar jafnvel bjarma á skáldið, sem livað fagurlegast liefur lýst fylgd sinni við sannleikann. Nýmæli Ekki alls fyrir löngu var ég á fundi, þar sem uin 30 menn úr ýmsum stéttum voru saman komnir. Var ég beðinn að flytja þar um það bil hálftíma erindi. Ég færðist undan því m. a. fyrir þá sök að ég taldi að flestir væru ofmettaðir af ræðum og fyrir- lestrum nú á dögum. En ég bauðst til að leitast við að svara þeim spurningum um kristindóm og kirkju, sem einhverjir kynnu að vilja leggja fyrir mig, svo fremi að mér væri það fært.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.