Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 4
Til íhugunar Séra Óskar J. Þorláksson: Jólahugsanir IUPPHAFI var orðið, og orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess var ekkert til, sem til er orðið. í því var líf og lífið var ljós mannanna, og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki tekið á móti því. .. Og orðið varð hold-----og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður. Joh. 1.1—4.14. ★ Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gœttu um nótt- ina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hrœddir. Og engillinn sagði við þá: verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum Iýðnum, því að yður er i dag Frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs. (Luk. 2.8-11). Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf. (2. Kor.: 9,15). í þessum orðum felast nokkrar af hinum sígildu jólahugsunum vorum. Vér horfum á barnið í jötunni. Vér hugsum um hann, sem kom úr dýrð himnanna, og gerðist fátækur vor vegna, svo að vér skyldum auðgast af fátækt hans. Hversu mjög væri ekki heimur- inn fátækari í andlegum skilningi, ef að Jesús Kristur hefði ekki lifað á þessari jörð. Þú mætir honum á þessum jólum. Þú heyrir svo margt um hann. Fagnaðu honum, sem Frelsara þínum! Kjós hann að leið- toga, byrjaðu nýtt líf með honum! Kærleikans ímyndin fegursta, Frelsarinn bliður, faðminn Guðs miskunnar enn sem fyrr hjörtunum biður, hvíld finnur hér, hver sá er þjakaður er, huggun sá, hrelling er líður. (J. P.) Blessa oss jólahátíðina og lát frið þinn fylla hjörtu vor. Lát jólahugsanir vorar snúast um hann, sem kom til þess að frelsa oss synduga menn. Gef að kærleikur þinn megi í sannleika helga þessa hátíð, og alla ókomna daga lífs vors. Þér sé lof og dýrð fyrir þína óumræðilegu gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.