Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 38

Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 38
KIRKJUItlTIÐ 468 í kast við lögin og brotið brýrnar að baki sér. Og nú spurði bann sjálfan sig, bvort sér mundi ekki vera skylt að gefa ein- liverjum slíkum mönnum kost á að ná sér á strik og verða nýtir borgarar. Hugsjón lians var sú að koma á fót nýtízku tækniskóla og rannsóknarstofnun fyrir afbrotaunglinga. Skóla, þar sem inn- tökuskilyrðin væru þau, að nemandinn liefði brotið eitthvað af sér eða væri að minnsta kosti vegalaus, en líkur bentu til að væri fær um að læra ákveðna iðn eða starfa að vissum rann- sóknum. Og ef liann reyndist vel í þessum skóla skyldi bon- um annað bvort standa opnar dyr að atbafnalífinu eða honum verða gjört fært að fara á luiskóla til frekara náms. Gourvés var sjálfum ljóst bvað tæknin gildir nú á dögum, og að vísindin skerpa skilning á gildi sannleikans. En bann vissi líka að mannúðarandi yrði að ríkja í þessari stofnun af því að andlaus og steinköld vísindi leiða til sálardreps“. Síðan kvaddi hann sér prest, sálfræðing og uppeldisfræðing til ráðuneytis við val fyrstu 25 nemendanna. Þess var krafizt að þeir létu uppi ákveðna löngun til að komast á kjöl og ná einhverju marki. Og sýndu liæfni til einhvers verks eða sjálf- stæðra atliugana. Að því búnu fól Gourvés piltana forsjá traustra og mikilshæfra iðnaðarmanna og lét þá byrja á að endurreisa niðurnýtt klaustur, sem liann liafði keypt í Bre- tagne. Hefur það nú verið aukið og skreytt og er búið alls kon- ar þægindum og fjölda kennslu- og rannsóknarstofum. Skortir þar ekki Iieldur hin dýrustu tæki lil ótal smíða og tilrauna. Fengnir voru tíu færir vísindamenn lil kennslu og leiðbein- inga og sjálfur kennir Gourvés eina námsgreinina. En fyrst og fremst fyllir liann stofnunina mannúðar- og umbótaanda og þeim bugsjónaeldi, sem þar liefxir nú brunnið í ellefu ár. Svo vel befur tekizt til að starf þetta er nú víðfrægt og nýtur stuðnings frönsku stjórnarinnar. Menn vita og viðurkenna að þarna liefur mörgum verið bjargað, sem annars liefðu orðið að rekaldi. Og ýmsir nemandanna hafa reynzt iirvalsmenn hver á sínu sviði. Piltarnir skilja það strax frá byrjun, að þarna er ekki verið að reisa neinar skýjaborgir, beldur er allt byggt á föstum grunni og við það mið'að, að liver verði sem bezt að manni. Þeiin er Ijóst, að ef þeir iðka námið af kappi, standa þeir að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.