Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1963, Page 36
466 KIRKJUIUTIÐ brjóstum ungu kynslóðarinnar, já, allrar þjóðarinnar, þessa lieitu og innilegu ættjarðarást og elsku til Guðs og manna, þetta vermandi tilfinningalíf, sem vakti þjóðina um aldamótin og lagði henni „ný Ijóð í munn, lofsöng um Guð“ og föðurlandið? Getum við ekki gefið ungu kynslóðinni þá hugsjón, sem er raunveruleg lækning allra verstu meinanna og lagt lienni á tungu nýjan lofgerðaróð. Heyr fagnaðaróð mannsins, sem var bjargað: „Ég hef vonað og vonað á Drottin, og liann laut niður að mér og lieyrði kvein mitt, Hann dró mig upp úr glötunar-gröfinni, upp úr hinni hotnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný l jóð í munn, lofsöng um Guð vorn“. Hvílík undursamleg lífsreynsla! Kominn upp úr liinni botn- lausu leðju, botnlausu leðju spillingarinnar, fengið fótfestu á kletti, bjargi siðgæðis og guðstrúar, orðinn styrkur í gangi, ekki lialtrandi, luilfvolgur, reykull og lirösull á hálum brautum, nei, styrkur í gangi, með nýtt l jóð á tungu, lofsöng um Guð, lofsöng um lífið, söng hins fagnandi, frjálsa hjarta, leyst úr fjötrum og þrældómi skaðlegra lifnaðarvenja og hins óliolla nautnalífs og mannskemmandi livata. „Vakna þú, vakna þú, íklæð þig styrkleik þínum, Zion!“ þannig hrópar spámaður fagnaðarhoðskaparins. „Hrist af þér rykið .... Losa af þér fjötrana!“ Þessi er okkar mikla þörf, að vakna, vakna upp til nýrrar sig- urgöngu. Guð liefur búið börnum sínum „vonaríka framtíð”, eins og þar er skráð. Því þurfum við að trúa og í þeirri sigur- vissu þurfum við að sækja fram, styrkir í gangi með lofsöng á tungu vorri, um lífið og höfund þess.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.