Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1964, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.02.1964, Qupperneq 4
KIRKJURITIÐ 50 þeirra liönd. En úr því að þeir nú einu sinni liafa náð tökum á Pétri, vildi ég ráðleggja þeim að reyna að hagnýta liann til einhvers þarfara en að níða niður Hallgrímskirkju. Og hver veit nema fleiri akademikarar utan liáskólans væru fúsir til að liðsinna stúdentaráðinu, ef það kastar ellibelgnum og fer að herjast af kappi fyrir ýmsum liugsjónamálum yngri kynslóð- arinnar, sem enn er furðu liljótt um. Hvar er stúdentakórinn? Hvar er leikfélag stúdenta? Hvar er lijónagarðurinn? Hvernig er unnt að stækka bókasafn liáskólans? Hvenær lialda stúdent- ar uppi góðtemplarastúku á borð við það, sem Mínerva var á fyrri árum? Sennilegt að stúdentar sjálfir þurfi nú minna á sig að leggja til framdráttar málum sínum heldur en fyrrum, þegar þeir urðu sjálfir að sjá um happdrættið, sem stofnað var til stuðnings byggingum þeirra. En sennilega ættu þeir ekki að standa ver að vígi við fjársöfnun, er þeir liafa yfir að ráða stærsta kvikmyndahúsi landsins, byggðu fyrir fé allrar þjóðar- innar, sjálfsagt einnig með samúð ýmsra, sem nú eru svívirtir og hæddir af þeirri stofnun, sem telst hafa umboð allra liá- skólastúdenta. Ég minnist þess ekki, að íslenzka þjóðkirkjan eða prestar og forstöðumenn Hallgrímssóknar hafi nokkurn tíma með einu orði reynt að stemma stigu fyrir bíói liáskóla- stúdenta eða talið eftir þá tugi milljóna, sem í það liafa farið. Ég hef yfirleitt ekki orðið þess var, að neinn liafi lagt sig nið- ur við að reikna rit, liversu margar kirkjur hefði mátt byggja, fyrir fé það, sem varið hefur verið til kvikmyndaliúss Iiáskól- ans. — Hefði sjálfsagt mátt koma upp fleiru en einu lieim- ili fyrir afvegaleiddar stúlkur eða hressingarhæli fyrir tauga- veikluð börn með sh'kri fjárfúlgu. En ég vona, að enginn, sem kirkjunni ann, fari að lúta svo lágt að ofsækja stúdenta, þó að einliverju sé upp á þá kostað af almannafé. En — nú var ég næstum búinn að gleyma honum Pétri. Hann endaði ræðu sína með því að minna á ganda torfkirkju austur í Fljótshverfi — og sagði eittlivað á þá leið, að af henni mætti sjá, að ekki færi mikið fyrir Guði. Ég veit ekki, hvort Pétur átti við, að nú ætti að brjóta niður Hallgrímskirkju og reisa svo- leiðis torfkirkju í staðinn. Ég lield þó ekki. Og satt segir Pét- ur, að ekki virðist alltaf fara mikið fyrir Guði. En það hefur heldur ekki alltaf farið jafnmikið fyrir mammoni. Niðri á Arn- arliváli liefur til skamms tíma verið geymdur gamall, brúnn

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.