Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1964, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.02.1964, Qupperneq 46
Veit duftsins son Einu sinni var lesin í Menntaskólanum kennslubók í eðlis- ^rueSi á dönsku. Þar var talað um norðurljósin — aurora bore- alis -— 0g komist svo að’ orði, og vitanlega miðað við linattstöðu ‘ininerkur: hos os ses de meget sjœlent. Piltur, sem eitt simi oni upp í þessum kafla, tók þetta nokkuð bókstaflega og sagði: 'Ju okkur sjást þau mjög sjaldan. Enda þótt þetta sé máske undantekning, er það víst, að við gefum norðurljósunum of lítinn gaum, gefum okkur of sjaldan Þnia til þess á björtum vetrarkvöldum að ganga út og skoða 'l'ottnanna liásal í rafurloga. Þegar röðlarnir stíga dans fyrir epniun tjöldum, þá gat Einar Benediktsson ekki unað við spil “8 vín. Einhvers staðar lield ég að ég bafi lesið það, að eitl _v°ld snemma liausts bafi skáldið setið í fagnaði með vinum sínum. Þá varð honum af tilviljun reikað út. Þá var loftið 1 a8andi af norðurljósum. Þá sá liann Ijóshafsins öldur falla °8 ólga við skuggaströnd. Þetta var orsök þess að til varð einn niesti gimsteinn í íslenzkri Ijóðagerð: Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga. Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í liaustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurósum. Við útbafsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Nú finnst mér það allt svo lílið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.