Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1967, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.04.1967, Qupperneq 32
174 KlRKJUniTIÐ svöruðu spurningum og lýstu sínum skoðunum á máluninn. Það var gott að hlýða á ]>á og fá svör við spurningum okkar leikmanna. Stundum flutti séra Friðrik Friðriksson, barnavin- ur morgunbæn, og fannst víst fleirum en mér ]>að dásamlegar bænastundir. Einn prestur úr höfuðborginni liefur sótt alla ]>á kirkjufundi, sem ég hef setið. Það er séra Sigurhjörn Á. Gíslason. Hann er nú kominn á 10. áratuginn, en þjónar enn söfnuði sínum á elliheimilinu Grund. Mikill er sá andlegi styrknr, sem honum er gefinn. Mér er allatf minnisstætt eitt kveðjuhóf eftir kirkjufund, sem var eins og áður í liúsi K.F.U.M. við Amtmannsstíg. Þar voru tvö langborð í stóra salnum, og þétt setið við þau. Góðar veitingar voru fram bornar, eins og venjulega á þeim stað. Skemmtilegar samræður voru undir borðum, og ræður fluttar- Kveðjuræðuna hélt séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Eftir að liann hafði talað við okkur um gagn og ánægju af slíkiim fundum, bað liann okkur að rísa úr sætum og flytja upphatt með sér bænina Faðir vor. Allir tóku undir með einurn hug- Síðan stóðu menn kyrrir og hljóðir nokkra stund. Fannst nier þá loftið þrungið af krafti og fögnuði. Maður andaði að sér gleði. Er gestirnir kvöddust, liöfðu þeir orð á liátíðleik kvölds- ins. Enn er liinn almenni kirkjufundur haldinn í Reykjavík annað livort ár, og eins og áður í liúsi K.F.U.M. En fundirnir eru með nokkrum öðrum svip en áður. Síðasti fundur var sorg- lega illa sóttur, miðað við það, sem áður var. Áður voru það fyrst og fremst leikmenn, sem settu svip á kirkjufundina, eJ1 á síðustu fundum liefur ]>eim verið mjög naunit skammtaður tími til ræðuhalda, ]>ar sem fundartími liefur að miklu ley11 verið notaður til fræðilegra fyrirlestra, sem liáskólameniítaði1 menn Iiafa flutt. Yíst er það þakkar verl, að lærðir áhugamenn, hvort sen> þeir eru guðfræðingar eða læknar, flytji fyrirlestra fyiár al' menning um andleg mál. En slíkir fyrirlestrar mega ekki vera svo fyrirferðamiklir á liinum almenna kirkjufundi, að leik' menn komist þar ekki að með sín áhugamál. Ég vil hvetja alla góða menn, sem vilja leggja í andlega11 sparisjóð til lieilla fyrir samtíð og framtíð, að vinna að þvl’ að liinir almennu kirkjufundir verði Iialdnir, og helst í svip'

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.