Kirkjuritið - 01.05.1967, Page 31

Kirkjuritið - 01.05.1967, Page 31
SigurSur Kristjánsson, prójastur: Breytt viðhorf Engum, sem um það liugsar, dylst, að miklar breytingar liafa °rðið í þjóðlífi vor íslendinga frá því um aldamót og allt til þessa dags. Má svo lieita, að þær hafi komið við á öllum svið- llni þjóðlífsins frá því smæsta til liins stærsta. Þegar vélamenningin hélt innreið sína í landið breyttist allt SVo að segja á tiltölulega skömmum tíma. Lifnaðarliættir breyttust, nýjar atvinnugreinar mynduðust og nýjar atvinnu- stettir risu á legg. Hin forna atvinnuskipan riðlaðist því skjótt. í bjölfar þessa fylgdi velmegun og fólkið flyktist úr strjálbýl- ltUl, sveitunum, að sjávarsíðunni og myndaði þéttbýliskjarna. b*á risu upp þorp og bæir, nýir lifnaðarhættir og siðir liéldu tQnreið sína í þjóðlífið við breyttar aðstæður og meiri vel- ntegun. 1 þéttbýlinu skapaðist viðliorf, sem ekki voru til stað- ar áður, einnig í sveitinni, þegar byggðin strjálaðist og fólk- ’b flutti á brott. Nýr vandi steðjaði að, sem ekki var til áður, a nieðan fólk var nóg og ótal hendur að vinna þau verk, sem vmna þurfti, bæði í atvinnulegum sem félagslegum skilningi seð. Breytt viðliorf sköpuðu því nýjan vanda. Við kirkjunni sem nálega öllum stofnunum blöstu því ný Verkefni, nýjan vanda bar að höndum, sem þurfti að leysa, og 'nargt er það í deiglunni enn þann dag í dag, sem lijól tímans °8 breyttar aðstæður liafa skapað. Þéttbýlið liefur dregið að Ser athygli. Má segja, að þar liafi mestur vandinn skapast. bar er miðdepill hins iðandi lífs, ef svo má segja, og hvað birkjunni viðkemur, eru þar mestu verkefnin, og þar nær hún E1 fleiri en ella á auðveldari liátt vegna þéttbýlisins, góðra sanigangna og því auðveldari samskipti manna á milli. Og aug- Ijóst er, að þar verður aðal starfsgrundvöllur hennar að vera í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.