Kirkjuritið - 01.05.1967, Side 40

Kirkjuritið - 01.05.1967, Side 40
230 KIRKJURITIÐ flatarmáli, með 13 lierbergi auk lierbergis fyrir umsjónar- mann, snyrtingum og skála, og munu þar geta sofið 26 börn. Ætlunin er að svefnskálinn verði byggður í sumar og ei' þegar byrjað á byggingunni. Sl. sumar dvöldu 204 börn í sumarbúðunum, og sú nýbreytni var þá tekin upp að bæta við námskeiði fyrir stúlkur 12—14 ára. Að Yestmannsvatni bafa verið baldin foringjanámskeið fyrir foringja úr æskulýðsfélög- um sambandsins, og eru þau þegar orðinn fastur liður í starf- inu. Þau þrjú sumur, sem sumarbúðirnar liafa starfað, befur greinilega komið í ljós, að liér er á ferðinni stórmerk starf- semi, sem mun liafa mikla þýðingu fyrir kirkju og kristni. Það var líkt og vakning færi um salina í skálanum, þegar fyrstu dvalargestirnir, fyrsti flokkurinn streymdi þangað inn. Og börnin liafa jafnan svo mikla ánægju af dvöl sinni, að það fyrsta sem þau ákveða, þegar þaðan er baldið burtu, er að fá að koma aftur að Vestmannsvatni. — Þó að til þessa liafi nær eingöngu verið starf og námskeið fyrir börn, þá er ætlun- in að unglingar og fullorðið fólk fái að njóta þessarar stofn- unar. Hinn nýi svefnskáli kemur með möguleika til þess að svo megi verða. Það er ósk allra þeirra, sem að Vestmanns- vatni standa, að svo megi reynast sem boðað er í guðspjalb vígsludagsins, um fiskidráttinn mikla, að þaðan komi vakning til trúar og starfa fyrir kirkju Krists. Það er þegar orðið þann- ig, eins og ráða má af því, sem gerst liefur undanfarin suniur á þessum dásamlega stað. Margir liafa gefið til sumarbúðanna auk hinna opinberu styrkja og fyrir þær fórnir er byggingarstarfinu baldið áfrain- Það, sem til þeirra rennur, er áreiðanlega. lagt í sjóð famtíðar liinnar íslenzku þjóðar. Pétur Sigurgeirsson. 1 æsku lærum við af bókunum, en í elli hefur lífið kennt okkur að skilj8.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.