Kirkjuritið - 01.05.1967, Page 46

Kirkjuritið - 01.05.1967, Page 46
236 KIRKJURITIÐ Að afsaka sig með því, að ekki sé mark á sér tekið, eins og sr. Gunnar óbeint gerir, finnst mér helzt til mikil hógværð af lians hendi, — allra hluta vegna. Nægir í því sambandi að benda á, að hann er formaður Prestafélags íslands og gegnir fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu kirkjunnar, — og það er auðvitað ekki ónýtt andstæðingum málsins, — á Alþingi t. d., að geta hér bent á afstöðu hans og málgagns kirkjunnar. Þá leggur ritstjórinn fyrir mig nokkrar spurningar, varð- andi fyrirkomulag á veitingu prestsembætta, — og þótt ég telji málið útrætt að svo komnu, tel ég rétt að svara þeim stuttlega. Um þá fyrstu, hverjar séu tillögur mínar í sambandi við veitingu prestsembætta, verð ég þó að segja, að mér virðist liún nánast út í hött. Sr. Gunnar veit mæta vel, að á þessu stigi lief ég engar sértillögur frain að færa, þar sem ég marg- oft hef lýst yfir stuðningi við frumvarp það til laga um veit- ingu prestakalla, sem í salti liggur á Alþingi. Viðhorfi mínu til málsins hef ég áður lýst, bæði liér í Kirkjuritinu og á öðr- um vettvangi og sé ekki ástæðu til að fara að rekja efni þessa frumvarps hér. Það er, að ég liygg, öllum kunnugt, er áhuga liafa á þessum máluni, svo margrætt er það orðið: Var fyrst lagt fyrir Prestastefnu fyrir hartnær áratug, -— rætt á aðal- fundum Prestafélags Islands, — lagt fyrir Kirkjuþing 1960, —- vísað þaðan til umsagnar héraðsfunda, — afgreitt á Kirkju- þingi 1960 og síðan lagt fram á Alþingi, en dagaði þar uppi- Málið var svo enn lagt fyrir Kirkjuþing 1964, að ósk kirkju- málaráðherra og afgreitt þaðan enn til Alþingis, þar sem það þó hefur ekki fengizt afgreitt, þrátt fyrir yfirlýsingu kirkju- málaráðlierra á Kirkjuþinginu 1964, — þess efnis, að liann mundi beita sér fyrir afgreiðslu málsins. I Ijósi þess, sem hér hefur nú verið stuttlega rakið, virðist mér tal ritstjórans um liættu á, að liér sé rasað um ráð fram, næsta fjarstæðukennt. Þá biður hann mig að upplýsa, hvers konar fyrirkomulag hafi gilt liér „um veitingu prestakalla um langan aldur fram undir lok síðustu aldar“. Ég geri ráð fyrir, að ritstjórinn telji viðhlítandi að fara aftur til siðaskipta, — en upp úr þeim komst sá liáttur á, að prestar fengu veitingabréf sín frá liöfuðsmanni, — þróunin varð svo

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.