Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 3
Sigurbjörn Einarsson: Kraftur Guðs til hjálpræðis Prédikun biskups í Dómkirkjunni í Rcykjavík « 450 ára minningarhátíð siSbótarinnar 29. október 1967. Texti: Róm. 1,16—17: I'ví a'ð ég fyrirver'S mig ekki fyrir fagnaSurerindiS, því a'ö þaö er kraftur Gu'ös til hjálprœöis hverjum þeim sem trúir, Gyöingum fyrst og síöan Grikkjum. Því aö réttlæti Guös opinberast í því fyrir trú lil trúar, eins og ritaö er: En hinn réttláti mun lifa fyrir trú. t*að er fagnaðarerindið, ekki Lútlier, sem skiptir máli, fagn- aðarerindið skyldi vera yfirskrift og inniliald þeirrar hátíðar, seni vér liöldnm til minningar um upphaf siðbótar. Fagnaðar- ei'indið var tilefnið, fagnaðarerindið var í húfi. Lúther baðst sjálfur eindregið undan því, að persóna lians ' “'J'i liöfð á oddi. Hún skyldi hverfa. Hann skrifar: „1 fyrsta lagi hið ég þess, að menn þegi um mitt nafn og kalli sig ekki utherska, heldur kristna. Hvað er Lúther? Ekki er kenning- 1,1 uiín. Og ekki lief ég verið krossfestur fyrir neinn. 1 1. Kor 3 'ill Páll postuli ekki vita af því, að menn nefni sig eftir Páli uða Pétri í stað þess að kalla sig kristna. Hvernig ætti þá ég, ^ull maðkasekkur, að lenda í því að börn Krists væru nefnd 'Lir mínu vesala nafni? Burt með það, kæru vinir, vér skul- 1,111 útrýma flokkslieitunum og lieita kristnir eftir honum, 1"’ei's kenningu vér höfum. Pápistarnir hafa með réttu flokks- leiti, af því þeir láta sér ekki nægja kenningu og nafn Krists, leldur vilja vera páfans. Lofum þeim að lieita pápistar eftir lonum, sem er þeirra meistari. Ég er ekki og vil ekki vera jUeistari neins. Ég á með söfnuðinum hina einu, sameiginlegu etningu, sem Kristur, vor eini meistari, liefur boðað.“ ^ Lrátt fyrir slík og þvílík ummæli lians, varð ekki hjá því 0llllzt, að nafn lians yrði tengt þeirri lireyfingu, sem hann 'akti og mótaði. Hann varð straumkljúfur, olli vegaskilum. 26

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.