Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 8
406 KIIiKJUniTIÐ ekki fjarlægt þeim, sem liafa glímt upp á líf og dauöa við spurninguna um tilgang, um rök lífsins, gátu dauðans, myrkur mannlegrar sektar, um réttlætið og sannleikann og friðinn, um afdrif sálar sinnar og örlög heimsins. Menn lilusta ekki á presta nú á dögum. En sumir le?a skáldsögur og sjá leikrit, Það er a. m. k. ekki ófínt á borgara- lega vísu að gera það. Það eru kannski ekki margir prestar nú á dögum, sem þvkja bera með sér, að þeir liafi þreytt svipaða glímu og Marteinn Lúther En það eru til nokkm' nútímaskáld, sem ótvírætt bera það með sér. Vandaináli" beita öðrum nöfnum, en eru í grunni bin sömu. Og svörin vantar, lausnina vantar lijá þeim, oftast nær, þótt stunduin sé bún í nánd og verði lesin milli línanna. Lúther fann svar, fékk lausn, liann mætti því orði fra Guði, sem er fagnaðarerindi og kraftur til bjálpræðis. Haim mætti því orði Guðs, sem er Jesús Kristur. Þar fann hann allt. Þar var við hann sagt: Þú finnur ekki Guð, Guð hefnr fundið þig. Þú gerir þig ekki sannan og réttan í Guðs augun1’ Guð gerir þig sannan og réttan, bann gerir það af því að liann elskar þig, liann gerir það af náð. Þú leysir ekki hnút- ana né gáturnar, lausnin er komin, hún er gjöf, hún er 1 ICristi, liún er þín, ef þú þiggur, ef þú treystir henni, trúir- Frá þ essari reynslu eru runnin lykilsorðin að siðbót lians og kjörorð þeirrar kirkju, sem kennir sig við hann: Ritningn1 ein, trúin ein. Heilög Ritning ein er grunnur og mælisnúra trúar og lífs, því Heilög Ritning er sá þjónn Krists, seni ehki skeikar, ef liún er lesin með honum, í tiltrú til bans. Og trúin ein, traustið á Guð, eins og hann birtist í Kristi, er það eina? sem krafizt er, og það er ekki krafa, heldur gjöf heilags anda^ ef þú lýkur upp þínu snauða bjarta fyrir ríkdómi lians. Að trúa er að taka það gilt, sem Guð segir við þig í orði sím'* að liann sé þinn, að þú eigir bjarta lians óskipt, eigir náð lians. Að eiga bjarta lians, náð bans, er sannarlega of stórt til þess að þú getir unnið til þess. Reyndu ekki að vinna til þesS’ reyndu ekki að kaupa svo dýran blut af þínu allsleysi. En þeatar það rennur upp fvrir þér, bvað þú átt, að Guð hefnr ótilkvaddur gefizt þér eins og þú ert, að Kristur er orðinn þu í þinni smæð og nauð og synd og sekt og að þú ert fyrl' fórn og náð Guðs orðinn eitt með Kristi í lians sakleysi og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.