Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 10
fíjörn fíjörnsson, dr. tlieol:
Þjóðfélagsleg ábyrgð
kristinnar kirkjur
í sjónvarpsþætti einum í íslenzka sjónvarpinu í vetur var rætt
um stöffu kirkjunnar í íslenzku nútímaþjóðfélagi. Kunnur rit-
stjóri og málsvari einliverrar öflugustu andkristilegrar hreyf*
ingar, sem nú er við líði, lagði þá spurningu fyrir vígslubiskup
í kirkju vorri, hvort vitjunartími kirkjunnar væri ekki liSinn
hjá í íslenzku þjóSfélagi, um leiS og aldagamalt bændaþjóð-
félag liSi nú sem óðast undir lok, en við tæki liið iðnvædda
velferðarþjóðfélag nútímans með breyttum kröfum, nýjum
lífsskoðunum, nýjum skilningi á því, livar sé að finna þunga-
miðju þeirra lögmála, sem mestu ráða um vöxt og viðgang
þjóðfélagsheildarinnar. Yæri það ekki tímanna tákn, spurði
ritstjórinn ennfremur, að ætla mætti að á næsta alþingi Islend*
inga mundi sitja einn prestur en allt að því ein tylft banka-
stjóra. — Kirkjan er leidd fyrir alþjóð og krafin svars, "
hvert er hennar svar? Ekki er ætíð víst, að kirkjunni heri að
svara, þegar hún er leidd fyrir höfðingja lýðsins. Jesús þagS1’
þegar Pílatus óskaði eftir svari frá honum. Ekki vegna þess?
að lionum yrði svarafátt, lieldur eingöngu sökum þess, að
þegar drottinn vor Jesús Iíristur veitir svar, þá liefur verið
spurt í trú. En þótt kirkjunni sé heimilt að þegja frainnu
fyrir höfðingjum þessa heims, þá má sú heimild með eng11
móti skyggja á þá fullvissu, að kirkjan, sem kirkja Krists, lif'1
í því að veita svar, einmitt í játningunni. Kirkjan er játning*
arkirkja, þar eð hún er látlaust krafin svars við spurning11’
ekki höfðingjanna, heldur Drottins: „Hvern segið þið m1?
vera?“ „Þú ert Kristur, drottinn, sonur Itins lifanda Guðs • "
Hvert er hennar svar, spyrjum vér, nú á veldistímum banka-
stjóra, liagfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, á tímum síld'
arbræðslu og luishygginga, á tímum Viet Nam, á tímum P°P'
listar og bítlamenningar, á því herrans ári, með álierzlu a
herrans, 1967? Hvernig játar kirkjan herra sinn í dag, þa<