Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 12
410
KIRKJURITIÐ
ingu syndarans fyrir trúna eina sanian, og í þessari atliöfn er
lilutur mannsins alls enginn annar en að taka á móti náðinni-
í veraldlegu ríki, hins vegar er atliöfn Guðs algjörlega ann-
ars eðlis, hún hefur ekkert með hjálpræði mannsins að ger£1’
er extra locurn justificationis, eins og Lúter orðar það. -
þessum vettvangi er lilutur mannsins mjög mikilvægur; hon-
um er ætlað að vera collaborator, samstarfsmaður Guðs í þVI
að halda sköpuninni í skorðum og viðhalda eðlilegri þróun
liennar. En þótt lilutur mannsins sé mikill undir liinni verahl-
legu stjórn Guðs, þá er ])ó miklum mun meira einkennainh
fyrir Lúter, hversu mikið hlutverk hann ætlar hinum hefð-
bundnu stofnunum mannlegs samfélags, ]). e. ríkisvaldi, at'
vinnustétt, hjúskap, fjölskyldu. Lúter var sannfærður um, :,ð
sköpunin sem sh'k væri góð og Guði þóknanleg og liafði þaI
af leiðandi mjög jákvæða afstöðu til hinna ytri skilyr*a
mannlegs lífs, til þeirra skilyrða, sem einu nafni eru nefnö
„SchöpfungsordnungenMannkynið sé að vísu fallið mann-
kyn, en hin ytri skilyrði, þjóðfélagsheildin, sé óflekkuð a^
eyðingarmætti syndarinnar. Lúter gerir þannig greinarmuu
á res et persona. Endurlausnin hlýtur samkvæmt því að tak-
markast við persona, en snertir ekki res, þ. e. hið hlutlæg3’
sköpunarverkið. Hin nýja sköpun, sem Páll ræðir um, höfðar
samkvæmt Lúter til syndarans, sem orðinn er homo novus■
Hann þekkir að sjálfsögðu boðskapinn um nýjan himinn °r
nýja jörð, en sá boðskapur er að lians dómi apokalyptísku'
og verður ekki að raunveruleika fyrr en á efsta degi. í lj°sl
þess verður skiljanlegt, að Lúter er lítt gefið um íhlutun
kirkjunnar á hinum veraldlega vettvangi. Slíkrar íhlutunai
gerist ekki þörf og er beinlínis vanmat á liinni duldu athöfu
Guðs í margvíslegum þáttum þjóðfélagslieildarinnar.
í órofa tengslum við kenninguna um hin tvö ríki, hið an<h
lega og liið verahllega, og bein útfærsla á þeirri kenning11,
kemur síðan fram hjá Lúter lærdómurinn urn tvenns konar
réttlæti, réttlæti Guðs og borgaralegt réttlæti, innstitia D&
og institia civilis. Samkvæmt ofangreindu ætlar Liither borgara"
legu réttlæti sjálfstæða tilveru, óháða réttlæti Guðs, þ. e- 1
stuttu máli sagt, afskiptaleysi kirkjunnar af veraldlegum niá^'
efnum. Þegar allt þetta liefur verið sagt, er þó skvlt og rett
að geta þess, að Lúter reiknar með misnotkun manna, sem e’11