Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 4
402 KIRKJURITIÐ Það liefur ekki verið þagað um hann. Það var ekki liægt. Á liðnum öldum liefur verið um iiann rætt og ritað meira en nokkur maður fái yfir séð. Hann liefur lilotið þökk og óþökki lof og last, oft ámóta gagnrýnislaust á báðar liliðar. Dænii eru fá í sögunni um svo Iieit og lifandi viðhorf til manns öhlum saman. Fá aðrir slíkt hlutskipti en þeir, sem áttu mikið erindi við mannkyn? Honum var það vissulega ljóst sjálfum, að hann átti kölluu a® gegna. Þeirri köllun var hann reiðubúinn að lúta, þótt svo liann stæði einn gegn öllum lieimi, gegn öllu valdi ver- aldar. Hann var fyrr og síðar albúinn þess að ganga á bálið hennar vegna, ef til þess kæmi. Hann sagðist vera sakaðui um að ganga einn fram fyrir skjöldu til þess að kenna ölluiu öðrum. Þar til svaraði liann, að Iiann Iiefði aldrei gengið íram fyrir skjöldu, þvert á móti óskað þess eins að fá að hverfa í sitt skot, en ofsi og ofbeldi annarra liefði neytt hann fraiu- En þó ég sé einn og hinir margir, sagði hann, hver veit saiut nema Guð hafi kallað og vakið mig til þessa. „Þótt ég se ekki spámaður, þá er ég samt með sjálfum mér viss um, Guðs orð er hjá mér... Það gefur mér hugrekkið ... Þ»ð var sægur af ösnum á Bíleams tíð, en samt lét Guð enga þeirra tala, nema einmitt ösnu Bíleams.“ Hann var knúinn til að tala. I þessari viku eru liðin 450 ár síðan hann birti atliugasemd í 95 greinum við tiltekit' liátterni, sem hafði grafið um sig í kirkjunni og var, nn’ð öðru, að grafa undan henni, svo að hún stefndi til hruns- Þetta sáu fleiri en hann. Margir höfðu andmælt augljúslJ spillingu og krafizt umbóta. Þeir höfðu litlu orkað. Siðbótar- kröfur og siðbótarhreyfingar höfðu komið fram, þær Iiöfðu kostað fórnir, píslarvætti, en litlu getað þokað til bóla. Hé> kom loksins röddin, sem hvorki varð þöguð í hel né þögguð með banni, útlegð né líflátsdómi. Hún fann liljómgrunn, þvl tíminn var fullnaður, Guð hafði vitjað lýðs síns, og orkam sem í lienni bjó, var kraftur Guðs orðs til lijálpræðis. Voru þau þáttaskil, sem Lútlier olli, nokkuð í ætt við sið' bót? Menn hafa fundið upp á því á þessu hausti, að það orö eigi ekki við í þessu sambandi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.