Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.11.1967, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 405 'laga Páls postula liefur enginn verið kaþólskari en liann 1 þeim skilningi, að enginn hefur dýpra kafað né meira s°tt í djúp þess leyndardóms, sem allir kristnir menn eiga Saman. Lútlier kom ekki fyrirvaralaust fram á sjónarsviðið 31. októ- 1517. Hann Iiafði fyrr þetta sama ár birt ennþá hvassari °K djúptækari athugasemd í 97 greinum við ríkjandi kristin- ‘lómstúlkun samtíma síns. Hann hafði svo áruni skipti flutt liáskólafyrirlestra í lieyranda liljóði. Þeir fyrirlestrar eru enn til og þar liggja í meginatriðum Ijóst fyrir þau viðliorf, sem 1-eðu aðgerðum iians síðar. Hann liafði fjórum til fimm ár- 11 m fyrir 1517 lifað þau úrslit í einrúmi frammi fyrir Guði, Sem í einu leiftri luku upp Biblíunni, svo að liún varð ný Lók í augum hans og iífið allt nýtt. Fagnaðarerindið birtist í s»mi grunnlausu dýpt og tæru tign og í því kraftur Guðs til ^jálpræðis. Lútlier liafði reynt eigin krafta. Hann höndlaðist llngur af þeirri liugsun, að ekkert sé eftirsóknarvert nema eitt, :|ð finna Guð og verða sannur í Iians augum. Fyrir þetta vildi lann öllu fórna, leggja allt í sölur, perlan sú varð ekki of 'lýru verði keypt. En því meira sem hann lagði kraftana fram, því fjær virtist ll;|ð liáa mark að sigra sjálfan sig og verða algjör, í auðmýkt °elgingirni, kærleika, verða réttur maður á æðsta kvarða, í angum Guðs. Og gapandi tóm algers vonleysis gein við honum. Líinnig liafa einstöku menn verið útvaldir til þess að stríða úrslita á yztu hrún. Það vorn þeir sem mest auðguðu •'iannkynið. Slík átök við úrslitaspurningar mannlegrar tilveru eru senni- ^ega næsta fjarstæð í augum nútímans. Já, sjálfsagt er þetta ^jarlægt mettaðri kynslóð, sem er sátt við allt nema markaðs- krePpu og misgengi í pólitík. Sjálfsagt er það fjarlægt þeim, Sem hafa trúmál að atvinnu eða sporti eða gjamma upp á fú’ð’dóminn sjálfum sér til uppsláttar. Ugglaust er það fjar- ^gt þeim, sem svo eru viðskila við allan anda, mennskan spm guðlegan, að þeir geta ekki hugsað sér spámannlegan lnnblástur og andagift nema fyrir álirif eiturlyfja. En það ' r °kki fjarlægt þeim, sem liafa allsgáðir séð naktar staðreynd- n' mannlegs böls og blindni og svo liðið með mönnunum, að 1>eir hafa komizt í námunda við liið algera myrkur. Það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.