Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 17
KIRKJUItlTIÐ 11 sem mér var meft öllu ófært í rómversk-gríska heiminum, sem eg lifði í. Þér ferðist á einum degi sömu vegalengdina, sem eg var þrjá mánuði að brjótast. En þau risaskref, sem þér hafið stigið á sviðum vísinda og tækni! En mér er það spurn livort framfarir yðar Ameríkumann- anna á siðgæðis- og andlegu sviðunum hafa orðið samstiga þeim vísindalegu? Mér kemur svo fyrir sjónir sem siðgæðis- þroskinn hafi dregist aftur lir vísindavextinum, skynsemin hlaupið langt fram úr siðgæðinu og efnislega menningin skák- að þeirri andlegu í skuggann. Hve margt í nýtízkulífi yðar verður heimfært lil orða eins skálda yðar, Thoreau: „Betri tæki til æðri markmiða?“ Með vísindalegri snilli liafið þér gert allar þjóðir að nágrönnum yðar, en liafið látið undir liöfuð leggjast að neyta siðferðislegrar og andlegrar orku yðar til að gera þegna þeirra að bræðrum yðar. Því er svo koinið, Ameríka, að vetnissprengjan, sem ógnar þér er ekki einvörð- ungu sú, sem varpa má úr flugvél yfir milljónir manna, en einnig sprengjan sem felst í mannslijörtunum og stráð getur hanvænu liatri og eyðandi sérgæzku. Því skora ég á yður að láta siðferðisþroskann lialdast í liendur við vísindaaukann. Mér finnst nauðsyn bera til að áminna yður um að halda fram siðgæðishugsjónum, sem nú á tímum eru mjög lítilsvirtar. Á sínum tíma var mér til þess trúað. Ég lief frétt að fjöldi kristinna manna í Ameríku geri sér far um hlýðni við siði og meginreglur af mannlegum uppruna. Þeir eru smeykir við að skera sig úr. Leggja sig í líma við að vera í stíl við aðra. Meðal liöfuðboðorða er þetta: „Þetta gera allir svo að það hlýtur að vera rétt.“ Siðgæðið er í augum margra yðar ekki annað en samkvæða álit flokksins. Samkvæmt nútíðar félags- fræði eru siðvenjur taldar gildandi hegðunarlögmál. Óafvit- andi hafið þér talið yður trú um að skoðanakannanir ákvarði livað rétt sé. Bræður mínir í Ameríku, ég hlýt að endurtaka við yður það, sem ég forðum daga skrifaði hinum kristnu í Róm: »Hegðið yður eigi eftir öld þessari, lieldur takið liáttaskipti ineð endurnýjungu liugarfarsins.“ Þér liafið tvenns konar þegnrétt. Þér lifið bæði í tímanum og eilífðinni. Þér eigið a'ðstar skyldur við Guð en hvorki siði né venjur fólksins, við ríkið eða þjóðina, né nokkra mannlega stofnun. Svo fremi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.