Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 9
Sólin Árið 1965—1966 var dóttir mín María, sem er öryrki, vist- kona á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þar kynntist hún gamalli konu, Signýju Jónasdóttur frá Neðri-Hundadal í Dala- sýslu. Signý var skýrleikskona, ljóðelsk og minnug í bezta lagi. Af henni nam María kvæðið, sein liér er skráð. Fannst henni mjög til um kvæðið og ritaði það niður. Eins fór mér, þegar eg sá það í hennar liöndum. Með því að Signý þekkti ekki höfund kvæðisins, leitaði ég hans eftir ýmsum leiðum. Sneri eg mér fyrst til Handritastofnunarinnar og Landsbókasafnsins. Naut ég þar aðstoðar ýmsra ágætra manna, en án árangurs enn sem komið er. Einnig var kvæðið sýnt ýmsum þekktum, eldri ljóðasmiðum, sem gátu heldur ekki leyst vandann. Síð- asta ráð mitt var því að lesa kvæðið upp 15. okt. sl. á fundi félags fyrrverandi sóknarpresta að Elliheimilinu Grund. Þar kom í ljós fyrsta vitneskjan um höfundinn. Séra Magnús Guð- mundsson, fyrrum prófastur í Ólafsvík, kannaðist þegar við kvæðið. Hafði hann lieyrt það af vörum gamallar konu í Ólafs- V1k, sem var upprunnin úr Dalasýslu. Taldi hún kvæðið örugg- lega vera eftir Jakob Guðmundsson, prófast og alþingismann ;*ð Sauðafelli í Dölum. -— Séra Jakob var uppi árin 1817—1890. Aar liann kunnur þingskörungur um langt skeið og jafnframt einn af liöfuðklerkum sinnar tíðar. Eru mörg verk lians geymd í Handritasafninu, hæði bréf, ritgerðir og 1 jóð ýmis konar. Sýna þau, að liann var Ijóðfær vel og Ijóðelskur að sama skapi. En þar sem handrit hans eru víða dreifð, liefur enn ekki tekist að finna aðild lians að fyrrnefndu kvæði. Sterkar líkur benda þó mjög á hann sem höfundinn. Komi liins vegar annað í 1 jós stutt skýrum rökum, verður þakksamlega við því tekið, því að ávallt er skylt að hafa það er sannara reynist. Reykjavík, 12. 11. 1967. Jón Skagan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.