Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 22
16
KIRKJURITIÐ
ganga fram fyrir skjöldu og mæla með því að réttlætið náifram
að ganga. Ég verð heiðarlega að játa að slíkri afstöðu fylgja
þjáningar og fórnir. En missið ekki móðinn, þótt þér séuð
ofsóttir og dæmdir sakir réttlætisins. Berið þér sannleikanum
og réttlætinu vitni munuð þér sæta liáði og fyrirlitningu. Það
mun dynja á yður að þér séuð óraunsæir hugsjónamenn og
hættulegir öfgaseggir. Það getur meir en svo hent að þér
verðið kallaðir kommúnistar fyrir það eitt að trúa á hræðralag
mannanna. Fari svo, verðið þér að taka þessu og sýna ineð
því svart á livítu að yður sé full alvara. Verið getur að það
kosli yður að missa vinnuna eða stöðu yðar í flokksstiganum.
Jafnvel þótt svo kunni að fara að sumir verði að kosta líkam-
lífinu til að hjarga börnum sínum frá andlegum dauða, er
því til að svara að ekkert getur talist kristilegra. Bræður
mínir, látið ekki óttann við ofsóknir fylla yður kvíða. Þér
verðið að sættast á liann, ef þér liefjið baráttu fyrir æðri
hugsjónum. Ég dirfist að ræða um þetta af nokkru valdi, því
að líf mitt var endalaus ofsóknarkeðja. Eftir afturhvarf mitt
ráku lærisveinarnir í Jerúsalem í mig hornin. Seinna sætti ég
rannsókn í Jerúsalem sakir villukenninga. Mér var varpað í
fangelsi í Filippi, varð að strita í Þessaloniku, varð fyrir árás
múgsins í Efesus og var óvirtur þegar ég kom til Aþenu. En
út úr öllum þessum þrengingum kom ég enn sannfærðari en
áður um „að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið
yfirstandandi, né liið ókomna . . . muni geta gjört oss viðskila
við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, drottni vorum.“
Takmark lífsins er ekki að öðlast liamingju, njóta munaðar,
komast lijá þjáningum, en að gjöra vilja Guðs, livað sem
fyrir kemur. Ég kemst ekki lijá að hrósa þeim af yður, sem
óhagganlegir liafa boðið ógnunum og skelfingum byrginn,
fangavist og líkamsmeiðingum og ótrauðir boða, að Guð sé
faðir vor og allir menn séu hræður. Svo göfugum Guðsþjónum
er mikil huggun að orðum Jesít: „Sælir eruð þér, þá er
menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgnadi allt illt um
yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar
eru mikil í liimnunum, því að þannig ofsóttu þeir spámenn-
ina, sem voru á undan yður.“
Ég verð að slá botn í bréfið. Silas bíður eftir að fara með