Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 42
36
KIIiKJURITIÐ
Merkur, Venus, Júpíter og Saturn. Nöfn fjögurra þessara guða
eru í norrænu goðfræðinni: Týr, Óðinn, Þór og Freyja. Þess
vegna heita vikudagarnir sex á Norðurlandamálum: Sólardag-
ur, mánadagur, týrsdagur, óðinsdagur, þórsdagur og freyju-
dagur, en þar er Saturn sleppt og laugardagur settur í staðinn,
en í ensku nöfnunum er hann saturday — dagur Saturns.
1 „De Gamle Österlande“, eftir G. Howardy, 2. hindi, bls. 32,
er nákvæm lýsing á þessu liáreista musteri. stærð hverrar hæð-
ar og litar að innan. Prestar þessa sóldýrkunarfélags voru vígð-
ir með eins konar altarisgöngu eða sakramenti, sem var að éta
ofurlitla kringlótta köku. Þess vegna gerðu konurnar í ísrael
kökur til að fórna liimnadrottningunni. Prestar þessa félags
urðu að lifa einlífi.
Þegar þetta félag missti aðsetur sitt í Babýlon, settist það
að í borginni Pergamos. Og nú komum við aftur að þessum
stað, sem sagt er um í safnaðarbréfinu, að þar bíri þá Satan.
Biskupinn, lierra Sigurbjörn Einarsson, fer eftirfarandi orð-
um um Pergamos:
„Pergamos var mikil borg og fornfræg. Hún liafði verið
höfuðborg í samnefndu ríki og grísk menning náði þar þá
miklum blóma. Konungar efldu lærdóm og bókagerð. Við
Pergamos er kennt pergament, bókfell, er þær bækur voru
skráðar á, sem bezt skyldi vanda.
Nú var lokið sjálfstæði þessa ríkis. Rómverski skattstjórinn
sat löngum í Pergamos og þar var miðstöð binna rómversku
yfirráða yfir skattlandinu.
A hárri bæð fyrir ofan borgina gnæfði altari mikið, lielgað
gríska guðnum Zevs, víðfrægt listaverk, talið eitt af furðuverk-
uni heims. Miklu fjölsóttari lielgistaður var þó liof lækninga-
guðsins. Asklepioss. Þangað sótti fólk livaðanæva að. Þá liafði
rómverska keisaranum verið reist musteri í borginni þegar á
öndverðum keisaratímanum. Keisaradýrkun liófst sem sé fyrr
i Pergamos en víðast annars staðar og lét þegar mikið að sér
kveða, efldist þaðan og breiddist út um skattlandið.
Ekkert er vitað um uppbaf kristins safnaðar í þessari borg.
Kristur, búinn sigursælu vopni orðs síns, kannast við, að
aðstaða lærisveina lians er tiltakanlega erfið í Pergamos: Ég
veit bvar þú býr, þar sem er liásæti Satans.
Af því, sem þegar hefur verið sagt, er Ijóst, livað býr undir