Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 23 legt að láta sér koma til liugar að ekki sé rætt og frætt um kynferðismál. Það eru almenn mál, sem mikið koma við sögu. Hvort þau eru of lítið eða mikið á dagskrá sem stendur verður ekki rakið liér. En ég get ekki sætt mig við að trúmálin séu það lítilsverð að þau liljóti ekki eins að vera til umræðu. Og er víst að síður þurfi að auka fræðsluna um þau en kynlífið? Ég verð að játa að ég og flestir í æsku minni voru aldir upp í þeirri skoðun að trúmálin væru mestu málin í heimi. Og mér finnst enn ástæða lil að ræða það, veit ekki til að það hafi verið afsannað. En fyrst og fremst kemst ég ekki lijá því að spyrja hvernig a því standi, ef svo er komið, að ungt fólk minnist aldrei á trúmál. Hver eigi sök á því. Guði sé lof að trúfrelsi er í þessu landi. „Herra Christian lierskip sendi tvö á Eyjafjörð með trú lireina.“ Slíkt trúboð er álíka illt og þegar vantrúarmenn ofsækja trúaða menn og þvinga þá til að ganga af trúnni. En ummæli stúlkunnar læddu þeim grun að mér, að við kirkjunnar menn ættum ef til vill ekki minnstan þátt í því að menn tala ekki að ráði um trúmál. Við leggjum þau ef til yill of lítið fram sem umræðugrundvöll en of mikið sem ein- haefar fullyrðingar og ómótmælanlegar staðhæfingar. Þetta er 1 aðra röndina efa og gagnrýniöld. Og þótt ég sé þess fullviss að til eru meginatriði í trúmálunum, sem kirkjan getur ekki kvikað frá, er margt nú sem fyrr umdeilanlegt í kenningunni. Guðfræði okkar aldar er ekkert frekar óskeikul en fyrri alda. Ég trúi því að það mikilsverðasta í kristnum boðskap komi skírt úr hverjum umræðueldi og að það vafasama þurfi að skírast. Þögnin er hættulegust. Hún er dauðamerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.