Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 32
26
KIRKJURITIÐ
1 stað helgistaða og trúarrita blasa alls staðar við myndir af
Marx, Lenin og Mao og sum slagorð þeirra eru jafnvel greypt
í kletta.
Leiðsögumaður skýrði fréttaritaranum svo frá að helgi-
dómarnir liefðu verið orðnir alóþarfir. Fólkið væri fráliverft
öllum trúarbrögðum.
Samt mun mega liafa fyrir satt að eins og sumar árnar í
nágrannalandinu Júgóslavíu renna sums staðar langa vegu
neðan jarðar, mun trúin enn lifa í hjörtum fjölda manna og
þeir iðka helgisiði í leynum. Sá átrúnaður á „foringjana“,
sem inargir liafa tekið, er gamalt fyrirbæri og liefur aldrei til
lengdar nægt til að skipa sess æðri trúarbragða, kæfa bæn
og tilbeiðslu, eða taka fyrir alla andlega revnslu.
En þótt Alhanía sé lítið land og lokaðra frá umheiminuni
en flest önnur nú á dögum, einræðisstjórnin alvöld og einsýn,
eru þetta miklar fréttir.
Þær geta vart kallast mikill menningarvottur. Eru einn af
svörtu blettum nútímans.
Finnbogi GuSmundsson, Innri-NjarSvík:
Litið um öxl
/ dag cr ég áttatíu ára,
GuSs almáttugs laiddi mig liönd.
Vort jarSlíf er brothœtt, sem báira,
er brotnar viS klettótta strönd.
„Ég lifi og þér munuS lifa.“
svo lausnarinn okkur nam tjá.
Og drögum aldrei í efa
hans orS, sem aS fulltreysta má.
í dag er ég áttatíu ára
og eilífSin nálgast brátt.
ÞaS huggun er harma og sára,
aS hafa lifaS í sátt.