Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 36
KIKKJURITin 30 liann liafði sjálfur samiS eða þýtt úr erlendum bókum. Áliugi lians var óþreytandi að upplýsa og fræða sóknarfólk sitt f veraldlegum framkvæmdum var séra Hilaríus að ýmsu leyti undan sínum tíma. Þegar dönsku vefstólarnir komu fyrst til landsins, lét hann smíða einn slíkan vefstól suður í Reykjavík fyrir lieimili sitt og vann löngum sjálfur að vefnaði. Frá Mosfelli bárust dönsku vefstólarnir út um sóknina og Grímsnesið og þá fóru gömlu kljásteinsvefstólarnir að leggjast niður þar í sveit. Sem að líkum lætur, eru nú fáar sýnilegar minjar lengur til frá dögum séra Hilaríusar á Mosfelli. Þó eru þeir til tveir og báðir í Mosfellskirkju enn í dag. Annar er sjálfur prédik- unarstóllinn. Hann lét séra Hilaríus smíða í kirkjuna 1799, sama árið eða árið eftir að liann lét þar af prestskap. Stólinn smíðaði Ámundi Jónsson í Langholti í Hrunamannahreppi, sem kunnur var á sinni tíð fyrir kirkjusmíðar og mikinn hag- leik. Prédikunarstóllinn liefur varðveitst í sinni upprunalegu mynd fram á þennan dag. Hann er með hinu svokallaða „snikkaraverki“ eins og það var oft orðað á fyrri tíð. Allur málaður liinum gömlu kirkjulitum, grænum, rauðum, bláum og gulum litum.. Á hliðum hans eru myndir af guðspjalla- mönnunum. Að ofanverðu er letrað í reiti ritningarorðin al- kunnu: „Sælir eru þeir sem heyra guðs orð og varðveita það.“ Að neðanverðu er ártalið 1799 og nafn smiðsins skammstafað. Þessi prédikunarstóll var í síðustu torfkirkjunni á Mosfelli sem rifin var 1847 og síðan í timburkirkjunni sem þá var byggð og enn stendur. Hinn liluturinn er önnur kirkjuklukkan á Mosfelli. Það var sögn gamalla manna í sókninni, að klukku þessa liefði séra Hilaríus pantað erlendis frá og gefið kirkjunni á fyrri prestskaparárum sínurn á Mosfelli. Þessi klukka liefur því, sem margar aðrar, borið liljóm sinn frá Mosfellskirkju vfir Iiorfnar kynslóðir um næstum tvær síðastliðnar aldir. Og þá má geta þess, að prestsverkabækur séra Hilaríusar liafa varð- veitst frá fyrstu árum hans á Mosfelli og óslitið úr því. Eru þær færðar af mestu nákvæmni og prýði. Hefur hann verið einn þeirra presta, sem fært hefur inn í kirkjubækur ýmsar upplýsingar um fólkið í sókninni bæði lífs og liðið. Lýsir liann að sjálfsögðu eins og venja var til, kristindómsþekkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.