Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 38

Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 38
Sigurd Lund: Gagnrýni er ekki einhlít Þess er liollt að minnast — á siðbótarafmælinu, — að það var ekki gagnrýnin, er skóp siðbótina, lieldur endurfundur fagnaðarerindisins. Einkenni siðbótarinnar var ekki andvarp- ið, heldur söngurinn. Gagnrýni er nauðsynleg, einkum sjálfsgagnrýni. En ekki er öll gagnrýni heilbrigð. Við virðumst nú stödd á tímaskeiði. er mótast af næsta einstrengingslegu niðurrifi. Allt er gagnrýnt. Biblía og játning, safnaðarlíf og kristniboð, kristið siðgæði og menningarframlag, helgisiðir og predikun. Gagnrýnin kemur utan að og innan að. Kröftugust og liáværust innan að. Við liöfum það á tilfinningunni, að guðfræðileg og kirkjuleg gagnrýni samtíðarinnar sé að verulegum hluta án jafnvægis, — einldiða og þess vegna ósönn, — án tára og þess vegna ókristileg, — án þess að neitt betra sé á að benda í staðinn og þess vegna í eðli sínu raunverulega af liinu illa (demonisk). Því að skrifað stendur: „Ekki gaf Guð oss anda hugleysis“. Þá vitum við, livaðan liann kemur. Það er oft útlátalítið að gagnrýna. — Til þess þarf hvorki neitt sérstakt gáfnaljós, — né mikinn anda. Það er yfirleitt tiltölulega einfalt og auðvelt að rífa niður. Uppbyggingin gjiirir meiri kröfur. Þar er nauðsynlegt að vita, bvað fvrir vakir, óbjákvæmilegt að hugsa málin til blítar og gjöra sér grein fvrir því, livort bið nýja sé raunhæft, — áður en bið gamla er rifið niður. Það var boðskapurinn og gleðin, er bar siðbótina uppi. Kirkjugagnrýnin fór með, — hún befði e. t. v. getað leitt til umbóta, en ekki til siðbótar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.