Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 9

Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 9
Sólin Árið 1965—1966 var dóttir mín María, sem er öryrki, vist- kona á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þar kynntist hún gamalli konu, Signýju Jónasdóttur frá Neðri-Hundadal í Dala- sýslu. Signý var skýrleikskona, ljóðelsk og minnug í bezta lagi. Af henni nam María kvæðið, sein liér er skráð. Fannst henni mjög til um kvæðið og ritaði það niður. Eins fór mér, þegar eg sá það í hennar liöndum. Með því að Signý þekkti ekki höfund kvæðisins, leitaði ég hans eftir ýmsum leiðum. Sneri eg mér fyrst til Handritastofnunarinnar og Landsbókasafnsins. Naut ég þar aðstoðar ýmsra ágætra manna, en án árangurs enn sem komið er. Einnig var kvæðið sýnt ýmsum þekktum, eldri ljóðasmiðum, sem gátu heldur ekki leyst vandann. Síð- asta ráð mitt var því að lesa kvæðið upp 15. okt. sl. á fundi félags fyrrverandi sóknarpresta að Elliheimilinu Grund. Þar kom í ljós fyrsta vitneskjan um höfundinn. Séra Magnús Guð- mundsson, fyrrum prófastur í Ólafsvík, kannaðist þegar við kvæðið. Hafði hann lieyrt það af vörum gamallar konu í Ólafs- V1k, sem var upprunnin úr Dalasýslu. Taldi hún kvæðið örugg- lega vera eftir Jakob Guðmundsson, prófast og alþingismann ;*ð Sauðafelli í Dölum. -— Séra Jakob var uppi árin 1817—1890. Aar liann kunnur þingskörungur um langt skeið og jafnframt einn af liöfuðklerkum sinnar tíðar. Eru mörg verk lians geymd í Handritasafninu, hæði bréf, ritgerðir og 1 jóð ýmis konar. Sýna þau, að liann var Ijóðfær vel og Ijóðelskur að sama skapi. En þar sem handrit hans eru víða dreifð, liefur enn ekki tekist að finna aðild lians að fyrrnefndu kvæði. Sterkar líkur benda þó mjög á hann sem höfundinn. Komi liins vegar annað í 1 jós stutt skýrum rökum, verður þakksamlega við því tekið, því að ávallt er skylt að hafa það er sannara reynist. Reykjavík, 12. 11. 1967. Jón Skagan.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.