Kirkjuritið - 01.02.1968, Page 10

Kirkjuritið - 01.02.1968, Page 10
Séra Pétur Sigurgeirsson: Þórarinn Björnsson skólameistari Fœddur 19. desember 1905. — Dáinn 28. janúar 1968. Minningarra’fía flutt viS útför lians 6. febrúar 1968. Gef það, — faðir í himnunum, — að liingað komi friður frá þér. — Sendu huggun þína þangað sem liarmar þjá. — Sefaðu sorgina og söknuðinn, þú einn getur það, andi þinn. Lifandi orð þitt, sonur þinn er þú sendir, til að við mættum trúa á þig, treysta þinni forsjón. Við þökkum þá, sem í anda og sannleika kenna okkur að fara veg þinn og feta í fótspor Meistarans. — Við þökkum fyrir Þórarinn Björnsson, — eiginmanninn, föðurinn, bróður- inn, skólameistarann. Huggaðu ástvinaliópinn hans, skólann, kennarana, ungmennin öll, sein hann annaðist af föðurlegri mildi og forsjá. — Við syrgjum hann, liorfum í gegnum tárin á himinsins sal, þar sem sólarbirtan umvefur liann, — og engin orð komast að, — en eilífðin tekur við. — Bænlieyr þú í Jesú nafni. — Amen. Iiann kemur mér jafnan í hug, er ég heyri gó&s manns getiS. Við urðum liljóð, — þögnin varð sár, þegar sorgartáknið flutti okkur fregnina, að Þórarinn Björnsson skólameistari væri dáinn. — Kom mér þá í hug það, sem hann eitt sinn sagði, er dauðinn liafði höggvið stórt skarð í raðir stúdenta, sem í blóma lífsins lmrfu sýn yfir landamærin miklu. „Dauðinn er staðreynd allra staðreynda.“ — Við vitum, að þetta er það eina, sem allra bíður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.