Kirkjuritið - 01.02.1968, Blaðsíða 22
68
KIHKJUBITIÐ
að á eldmóðinum og engu öðru. En prestar, viðhorf þeirra og
kröfur breytast með nýjum tímum eins og annars fólks.
Sennilega ríður þó baggamuninn, að prestar komast ekki
bjá fremur en aðrir að liugsa um konur sínar og börn, og
þeim lirýs hugur við að svipta börn sín þeim möguleika til
menntunar, sem þau mundu njóta í bæ og borg.
Víða til sveita brestur ennþá svo stórkostlega á jafnrétti við
þéttbýlið, að börn verða að sækja önnur byggðarlög til að
stunda nám þegar að barna- eða fullnaðarprófi loknu. Þannig
bljóta foreldrar ekki aðeins að sjá af þeim frá 12—13 ára
aldri, heldur og að bera gífurlegan kostnað af fjarvistum
þeirra frá sama tíma.
Prestum er gjörsamlega um megn að kosta börn sín til
skólanáms í fjarlægum stað. Til þess skortir þá með öllu efna-
legt bolmagn. Einmitt það atriði er svo veigamikið, að það
befur knúið margan manninn frá óðali sínu.
Staðaruppbót er ekki allslierjarlausn, samt spor í rétta átt.
Úr Varabálki
Sína liver einn hyrði her,
höl þá sker, sem líða;
gefið liér ei ölluni er
auð'nu sér að smíð'a.
Reiði blind er banvæn kind,
breiðir út synd og trega,
sneyðir yndi, ástarlind
eyðir skyndilega.
SigurSur GuSmundssou á Hei'öi.
fe