Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 36

Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 36
82 KIRKJURITIÐ verður ekki sagt um lineigð og liæfni varðandi listir, vísindi eða tækni. Trúin er samgróin mannlegu eðli, þótt liún brjótist ekki venjulega út nema þegar mjög syrtir í álinn. Ég rakst á málgagn „hippí-manna“ í San Francisco. Mig stórfurðaði á því livað það var trúrækilegt. Ekki í venjulegun1 skilningi að vísu, en greinar þess voru trúrækilegar í víSustU merkingu or&sins. Einkunnarorð þeirra er „kærleikur“, er það ekki? Gott og vel, Guð er kærleikur. Frumkristnin. Víkið huganum að frumkristninni. Lesið upp' liafskafla Postulasögunnar. Svo virtist að postularnir væru að ærast á hvítasunnudaginn. Þeir töluðu tungum. Fólkið spurði; eru mennirnir drukknir? Pétur svaraði, ætli það, klukkan er ekki nema níu að morgni. Við gætum varla verið strax orðm1' út úr, jafnvel þótt við værum drykkjuræflar. Þeir liættu allir að vinna. Þeir, sein efnaðir voru. seldu eigur sínar og skiptu andvirðinu milli meðlima safnaðarins. Þetta minnir allt á „hippíana“ Og svo sögðu postularnir: Við getuJ11 ekki verið að dútla við þessi framkvæmdarstörf. Við kjósiiu1 nokkra puðara til að sjá um þau. Og þeir nefndu þá djákna- Seinna sneru kristnir menn við blaðinu — um það ley11 sem þeir voru að ná yfirráðum rómverska keisaradæmisins !l annarri og þriðju öld. Þeir voru eftir sem áður kristnir, eJ1 þeir töluðu ekki lengur tungum né lifðu í iðjuleysi. Það var aðeins tímabundið. Þeir byrjuðu með „hippía-hætti“ en liurf11 að jákvæðri stefnu og að sjálfsögðu líka veraldlegri. HefðuU1 vér verið á lífi og virt fyrir oss frumkristnina kynnum vér liafa sagt: „Æ, þetta er dæmalaust ,,hippí“. Það verður aldre1 barn í belg. En vér hefðum liaft á röngu að standa. Engin lög, kreddur eða skoðanir hafa eflt góðviljann eins og hin krisU,a trú. — Bacon. Svo vondir sem menn eru þrátt fyrir trúna, hvað mundu þeir þá vcrí' án hennar. — Franklín.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.