Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 42

Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 42
Odd Schöyen Paulsen: í ellivist (Finnsk saga) Ég liúki og liugsa um börnin mín. Sit hér í sætinu mínu á elliheimilinu. Grár og ömulegur húsveggur er það eina, seni ég sé út um gluggann. Nema ég standi vift' liann, þá sé ég niður á gráa og óyndislega götu. Ég er gömul og farin. Hef stafinn minn við hendina. Á svo hágt með að ganga nokkuð. Ég er orðin ósköp hrum, á varla langt eftir. Ástæðan til þess að ég fór á elliheimilið var sú að ég átti ekki annað athvarf. Gömul móðir og amma er til svo mikilla óþæginda, þarf allt til annarra að sækja. Kytran okkar var lítil en samt komust þar margir fyrir. Þess er gott að minnast. Svo þröng sem hún var var þar rúm fyrir okkur öll, okkur Iijónin bæði og börnin okkar fimm. Maðurinn minn er nú ekki lengur á lífi. En börnin eru lifandi: þrír fullorðnir synir og tvær uppkomnar dætur. ÖH eru þau gift og eiga börn. Margrét héfur dottið í lukkupott- inn. Maðurinn hennar leggur lienni allt upp í hendumar, sem konu getur látið sig dreyma um. Þau húa í fallegu nýtízku liúsi með sjö herbergjum og liafa þjónustustúlku eins og. gefur að skilja. Hana skortir ekkert. Þau Iijónin ferðast oft til útlanda. Hún Margrét baðar í rósum, hún gengur ríkulega til fara og hefur smábíl til afnota. Hún skrapp til mín liingað á ellilieimilið fyrir tveim mán- uðum. Hún var ákaflega tímabundin, sagðist vera boðin í te- drykkju til vinkonu sinnar og gat þess vegna ekki staðið við lengur en í tíu mínútur. En hún færði mér glaðning: tvípund af appelsínum. Og þegar liún fór klajtpaði hún á vangann á mér og sagði: „Ég lít hráðum inn aftur, mamma!“

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.