Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 8

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 8
nýtízkuleg, en ekki gazt Guðbrandi Þorlákssyni að þeim, er hann bað dótt- ur hans, Halldóru, enn kvæntur Helgu. Páll orti ágætar heilræðavísur, en gekk verr að halda heilræðin sum en kenna þau. Hann var ákaflega kappsfullur og stríðlundaður. Jón lærði segir um hann: „Páll var ofbjóðanlegur í orðum og lét fátt ótalað, allra manna ófalskastur. Hans náttúra var miklu betri en stór orð.“ Um bræður Páls leikur öllu mildari blær, þótt stórmenni væri einnig. Magnús prúði var skörungur, en viðurnefnið segir sína sögu. Um hann er ort í Pontusarrímum (í mansöng 14. rímu): „Virti hann meira vini en auð. Vænstu hélt hann dæmi. Hittist ekki höndin snauð, til hans þó fátæk kæmi.“ Um þriðja bróðurinn, Jón lögmann, segir Páll Eggert: „þar var rammís- lenskur maður á ferli, svo að fáir hafa líkzt honum að þjóðhollustu á þessari öld.“ Hann var sjálfkjörinn oddviti íslend- inga um rétt Alþingis og landsmanna yfirleitt. Fjórði bróðirinn, Sigurður á Reyni- stað, var og mikill valdamaður og höfðingi. Hann var lögvís og fræði- maður góður. Hann ól upp Björn á Skarðsá. Heimild segir um Steinunni, systur þeirra bræðra, að hún væri „afbragðs- kvennaval í ásýnd, athöfnum og við- ræðum.“ Hún bjó með Birni á Melstað, syni Jóns Arasonar. Sonur þeirra var Jón sýslumaður á Holtastöðum, afi Margrétar Halldórsdóttur, konu Brynj- ólfs biskups. Voru þau þannig fjór- menningar að frændsemi. Örlögum manna ræður mjög ætterni, en einnig hjúskapargæfa. Margrétbisk- upsfrú hefur án efa verið góð kona og merk. Faðir hennar verður þó varla til skörunga talinn. Ekki var hann mik- ill fjárgæslumaður í embætti, þótt all- auðugur væri sjálfur að fasteignum. Þótti góður drengur, en óeirinn nokk- uð við öl. Ætla má að hann hafi dáið úr berklum. Berklar herja á heimili þeirra bisk- upshjóna. Líklegt er, að hún hafi dáið úr berklum (árið 1670, aðeins 55 ára). Fimm börn þeirra deyja á barnsaldri, sennilega úr berklum, og sama má víst ætla um Halldór og Ragnheiði og raunar einnig son hennar, Þórð Daða- son. Einhver geðveila virðist vera í ætt- fólki Margrétar. Systir hennar, kona séra Páls í Selárdal, virðist sálsjúk og dóttir hennar, prófastsfrú í Holti í Önundarfirði, varla heil á geði og hjá afkomendum þriðju systurinnar, konu síra Torfa í Gaulverjabæ gætir hins sama, hversu sem það annars verður rakið eða út frá því ályktað. Við minnumst Brynjólfs biskups Sveinssonar sem eins mesta kirkju- höfðingja okkar. Hann gerist biskup árið 1639 (©r fæddur í Holti í Önundarfirði 14. sept- 1605), og gegnir því embætti til 1674 (deyr árið eftir, 1675, hinn 5. ágúst)- Tími þessi er næsta þýðingarmikiH í kirkjusögu íslands og þjóðarinnaf allrar. Bréfabækur biskups og máldaga' 246
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.