Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 12

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 12
féll í sjóorrustu 13. okt. 1644. Var þá enginn hirðstjóri um hríð, en umboðs- maður konungs Lárus Nielsen, varla mikill fyrir sér. Það er eins og biskup herði nú sókn sína og árið 1645 lætur hann kveða upp Væligerðisdóm. Með honum var staða kirkjunnar stórum styrkt. Svo neíndir helmingadómar voru afnumdir og skyldi nú kennimenn einir dæma í málum kennimanna. Brynjólfur stýrði einatt biskupsfleyi sínu milli skers og báru. Hann var ekki aðeins gæddur ósveigjanleik afa síns Staðarhóls-Páls, er stefndi af blindu kappi beint á sker, en vildi láta það, gamalt, beygja sig fyrir skipi sínu, nýju. Biskup mun hafa sótt nokk- uð til Lofts ríka, sem reyndar hafði höggorm í skjaldarmerki sínu. Brynjólfur kom á skipan um kosn- ingu og köllun sóknarpresta, er betur færi, að í megindráttum enn héldist. Óneitanlega var Brynjólfur Sveins- son mikilfenglegur ásýndum og brún- in þung við mótblástur en málefni hans var stórt og fyrir því skyldi menn beygja sig, og svo gerði hann sjálfur einnig. Brynjólfur beitir einnig lempni og grípur þá stundum til góðlátlegrar kímni, þótt alvara sé á bak við. Gott dæmi um það eru viðskipti hans við sr. Árna Loftsson. Heima í Skálholti gengur á ýmsu. Gísli Einarsson rektor er gallagripur, þótt afburða skólamaður sé. Brynjólfur umber hann og fyrirgefur honum ávirðingar. Hann fer þar og að ráðum nemenda skólans. Sama er að segja um viðskipti hans við yfirsmið Skálholtsdómkirkju, sem var ein hjartfólgnasta framkvæmd hans og mest, en annars var hann mikill byggingamaður, á jörðum sínum t. d. svo sem nýlega hefur verið lýst af sérfræðingi. Guðmundur Guðmundsson, kirkju- smiður, er brokkgengur, en biskup heldur í hann fyrir alla muni. Brynjólfi er mjög hallmælt fyrir harð- drægni í fjármálum og jarðabrask. Hann þótti þó góður landsdrottinn. Oft lentu jarðeignir í höndum óvita og forsvarsleysingja. Jarðagóss sog- aðist óspart í konungshítina. Gat ekki innlend auðsöfnun, á ábyrgri hendi, skapað þjóðlegt mótvægi? Ekki gat biskup grunað svo brátt fráfall Þórðar litla Ragnhelðarsonar. Brynjólfur var upp úr þeirri jörð vax- inn, að konungsvald hefir verið hon- um ógeðfellt. Svo kalt er geð hans I garð Daða í Snóksdal, konungsþjóns- ins, að hann lætur Daða Halldórsson um hríð breyta nafni sínu f Davíð, að því er helzt verður séð. i bréfum sínum talar biskup um „danska valdið“ af allmiklum kulda. Hann segir t. d.: ,,Ég vildi sem allra seinast eg mætti, hleypa danska vald- inu hér inn á meðan önnur ráð feng- ist, og eg mætti undan komast að skaðlausu.“ (Safn Fræðafél. XII b. bls. XII.) Enn er ógetið eins kennara Brynjólfs Sveinssonar við Kaupmannahafnarhá- skóla, Óla Worms. Hann var mikill áhugamaður um norræn fræði og um samband hans við Brynjólf má marka, að talið er, að undan hans rifjum hafi verið sú málaleitan konungs, árið 1650, að bisk- up gerðist konunglegur sagnritari ' 250

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.