Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 17
Orfi Gufis til pín
Umþenking og samræður
í tilefni stúdentamóts 1975
Jesús í Laugardalshöll
Ungt fólk hefur mælt sér mót við Jesúm Krist úti á íslandi. Dag
einn er mesti salur landsins nær setinn. Og flest er það fólk komið
um langan veg.
Er Jesús þá á íslandi?
Hann hét að vera þar mitt á meðal, er tveir eða þrír kæmu saman
í nafni hans. Kristinn dómur er ekki einvera. Hann er eining. Og þó
ber enginn slíka umhyggju fyrir einum týndum sauð sem hinn góði
hirðir. Villa þessa eina er þjáning hans og stríð. Þeir, sem honum
fylgja, skulu vera ein hjörð, einn líkami, — hver annars limir. Kristur
er vínviðurinn. Þeir eru greinarnar. — „Verið í mér. Þá verð ég líka
í yður.“
Sé Jesús Kristur einhvers staðar á jörðu, þá er hann þar, sem
lærisveinarnir koma saman. Þess vegna titrar hjartað í þessum stóra
sal.
Unga fólkið, geðþekkt, prútt og frítt, er menntafólk frá öllum
Norðurlöndum, flest háskólastúdentar. Á þátttakendaskrá eru
taldir 8 frá Færeyjum, um 95 frá Danmörku, 190 frá Finnlandi, 300
frá Svíþjóð, 600 frá Noregi og um 160 frá íslandi, alls um 1360. Þó
ber þess að gæta, að miklu fleiri íslendingar sækja fundi og sam-
komur en þeir sem skráðir eru. Sagt er, að aldrei hafi verið haldið
fjölmennara norrænt mót á íslandi og aldrei fjölmennara stúdenta-
mót á Norðurlöndum.
255