Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 24
veittu því mikla hlutdeild í mótinu á þann hátt. — Hefur hópur virkra, kristinna stúdenta vaxið á islandi? — Því er dálítið erfitt að svara. Reglubundnir fundir eru ekki hafnir á þessu skólaári. Gísli Jónasson leggur hér orð í belg og segir, að hér sé þess að gæta, þótt leitt sé, að svo mikið hafi verið að gera hjá íslenzka starfsfólkinu við alls konar nauðsynlega umsýslu, að lítill tími hafi orðið aflögu til þess að sinna þeim íslendingum, sem komu og voru framandi á mótinu, bæði ókunnugir mönnum og boðskap. Aftur á móti telur hann, að mótið muni hafa vakið athygli á starfi Kristilegs stúdentafé- lags, einnig meðal háskólastúdenta, og hann kveðst vona, að nýjar leiðir til starfs muni opnast þess vegna. Síra Jón tekur í sama streng og segir, að án efa muni félagið miklu kunnara eftir mótið. Kveðst hann hafa orðið þess var, að áhugi hafi víða vaknað á starfi þess. Prestur utan af landi hefur t. d. sagt honum, að mikið hafi verið rætt um mótið manna á meðal í hans prestakalli. Fólk virtist mjög hrifið og undrandi yfir þeim stóra skara, sem mótið sótti. Hann telur, að trúmálaumræðurnar, sem fram fóru í blöðum á sumrinu, hafi einnig valdið því, að athygli manna hafi verið vak- andi fremur en ella. Því hafi sá hái tónn fagnaðarerindisins, er hljómaði frá mótinu, náð fleiri eyrum en annars hefði orðið. Aðspurðir segja þeir félagar, að virkir félagsmenn, sem eru við nám, muni hafa verið fast að fjörutíu að undan förnu, en séu eldri félagar með taldir, eru félagsmenn um tvö hundruð. Á prjónunum — Hvaða vetrarstarf hafið þið á prjónunum? — Vetrardagskrá verður send fé- lögum næstu daga. Við leggjum fyrst og fremst áherzlu á starfið í háskólan- um. Þar munu koma saman tveir eða þrír biblíuleshópar að jafnaði. Síðan munum við hafa opið hús fyrir stúd- enta í Stúdentakjallaranum öðru hvoru. Við byrjuðum á slíku í fyrra vor. Þá geta stúdentar fengið sér kaffi, og fé- lagsmenn verða til viðtals um starf félagsins, bækur, sem félagið hefur á boðstólum, o. s. frv. Eins munum við halda það, sem við köllum stúdenta- kvöld, — uppbyggilega fundi fyrir stúdenta, sem eru við nám. Þau verða haldin sjö sinnum á haustmisseri. Þá verður, eins og undan farna vetur, opið hús hjá nokkrum eldri og yngri félagsmönnum, þrem sinnum nú 1 haust. Þá gerum við ráð fyrir, að við munum þurfa að hafa eins konar vinnukvöld vegna útgáfustarfs. Við höfum hug á að halda áfram að gefa Kristilegt stúdentablað út í dagblaðs- formi. Slík vinnukvöld hafa gefizt vel- Við komum þeim á í fyrra, þegar unnið var að undirbúningi stúdentamótsins- Fólk kynnist vel, þegar það fer að starfa saman að ákveðnu verkefni. Stúdentamót verður að sjálfsögðu haldið, eins og venja er á haustin- Rætt er um að efna til þriggja daga ráðstefnu í nóvember og fjalla um stöðu félagsins. Og svo ætlum vi^ 262

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.