Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 29

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 29
A5 þessu sinni var hins vegar ekki fámenni né einsöngur í kirkjunni, held- ur þúsund radda kór. Hafði Torsten Josephsson við orð, að þá stund hefði hann lifað einna stærsta í starfi sínu, Því að honum hefði fundizt sem hann væri kominn til himins. I grasgarðinum Sunnudag, 10. ágúst, söfnuðust þátt- takendur stúdentamótsins saman í Laugardalsgarði, og var þar efnt til útisamkomu, sem var býsna vel sótt. Má telja víst, að sú samkoma hafi verið bezt sótt af öllum samkomum æótsins, þótt ekki yrði talningu við komið. Á þeirri samkomu fengu Reyk- víkingar að sjá Thorsten Josephsson í essinu sínu, því að þar stjórnaði hann söng af miklum krafti, barnslegur og einlægur, að sínum hætti. Annar ræðu- æanna á samkomunni var norskur Prestur, George Johnsen, sem lítillega yar nefndur hér áður. Var ræða hans fúlkuð, og var hún einföld og skýr, vakti tvímælalaust talsverða athygli. Af ásettu ráði er íslenzkra ræðumanna engu getið í spjalli þessu og raun- ar ekki allra erlendra heldur, en ^eorge Johnsen kemur til orða, því að Þeir síra Jón og Gísli hafa hann í ^iklum metum af fyrri kynnum. '— Hann var starfsmaður norsku stúdentahreyfingarinnar í mörg ár, seg- lr sira Jón. En síðan hefur hann verið sóknarprestur og er nú þjónandi í Krtstiansand. Hann hefur ennfremur starfað á vegum „Norsk Missionsel- skab“, sem er eitt stærsta kristniboðs- félag í Noregi og hefur miðstöð stna í Stafangri. Hann hefur skrifað margar góðar bækur og unnið mikið með ungu fólki. Hann er meðal þeirra, sem eru svo skýrir og einfaldir, að gott er að skilja þá. Hann ber fagnaðarerindið fram svo Ijóst, að auðvelt er að átta sig á, hvað hann er að fara- Og hér við bætir síra Arngrímur: — Ákaflega myndrænn, — einmitt á þann veg, sem fólk skilur vel, ekkert hátt upp hafinn. George Johnsen var einnig ræðu- maður á kristniboðssamkomu í Laug- ardalshöll að kvöldi sama sunnudags, og eru allir þátttakendur í spjalli þessu sammála um, að ræða hans þar hafi verið eftirminnileg. Hins vegar mun útisamkoman í garðinum naumast verða eins lengi í minnum höfð og útisamkoma, sem haldin var á Arnarhóli, þegar stúd- entamótið stóð í Reykjavík 1950. Ber einkum tvennt til.i fyrsta lagi er Arnar- hóll svipmeiri fundarstaður en Laugar- dalsgarður, þótt góður sé, og úti- samkomur á Arnarhóli vekja því miklu meiri athygli, ef vel eru sóttar. Og samkoman á Arnarhóli var mjög vel sótt um árið. í öðru lagi vakti það all- mikla athygli sumarið 1950, að helli- rigning var fyrri hluta samkomudags- ins, en þá stund, sem samkoman stóð á hólnum, var þurrt og jafnvel nokkurt sólskin. Ræðumenn á samkomunni voru síra Friðrik Friðriksson og Halles- by, prófessor, og hafði Hallesby pred- ikað við messu í Dómkirkjunni fyrir hádegi. Þeirri messu var útvarpað, og vissi alþjóð því, að prófessorinn hafði beðið áheyrendur sína að sameinast í 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.