Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 32

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 32
— Oft hefur það gerzt, anzar síra Jón, þar sem menn voru af mörgu þjóðerni á slíkum samkomum og ein- hver talaði tungum, að einhverjir hafa heyrt talað á sinni tungu og fengið mikla blessun af. — E. t. v. skildu þeir þá ekkert annað, sem fram fór á sam- komunni. — Og þá kemur það heim við það, sem segir í Postulasögunni. Þeir heyrðu talað á sinni eigin tungu, segir sfra Arngrímur enn. Síðan fer síra Jón að segja frá því, að Olav Garcia de Presno hafi einnig bent á þá hættu, sem tungutali er sam- fara, þegar áhuginn á fyrirbrigðinu verður óeðlilegur og ofsafenginn, lítið annað en æstur tilfinningaþorsti. — Hann sagði mér líka frá því, að hann vissi til þess, að illir andar hefðu talað tungum þar, sem einhverjir við- staddir skildu. Og þá voru það bók- staflega formælingar á Guði og öllu því, sem Guðs er. — Og hefur slíkt gerzt á kristilegum samkomum? — Jafnvel. — Sterkur er hann sá gamli. — Það hefur gerzt þar, sem boð- skapurinn hefur runnið út í sandinn og orðið viðskila við boðskap Biblí- unnar, — sem sagt þar, sem Orðið er ekki lengur grundvöllurinn, heldur upplifun. Þá standa gáttirnar opnar fyrir annarlegum áhrifum. Það, sem hafði kannski hvað mest áhrif á mig, þegar ég ræddi við þá menn, sem standa í eldinum þarna ytra, var það, sem þeir höfðu að segja frá illum öndum. Þeir eru orðni’- ávo raunverulegir og áþreifanlegir á Vest- urlöndum síðustu ár. Okkur þykir ekki svo mjög undarlegt að heyra það frá Afríku, að menn séu haldnir illum önd- um, en það gerist á svo róttækan hátt í nágrannalöndunum, að það er hroll- vekjandi. — Þá er ekki síður þörf á þeirri gáfu, sem er greining anda, segir síra Arngrímur. Síra Jón tekur undir það og segir, að Olav Garcia hafi rekið út illa anda í Jesú nafni heima í Noregi a. m. k. þrisvar sinnum. — Og þá leikur enginn vafi á um illa anda eða geðveiki, því að þessir andar tala og streitast á móti. Þeir reyna að blekkja og gera allt, sem þeir geta, til þess að lama þann, sem reynir að reka þá út. Þeir tala framandi tung- um. Þeir tala reiprennandi frönsku, ensku og þýzku án þess að sá kunni, sem haldinn er. Þeir segjast jafnvel hafa komizt inn við sprautun og því séu þeir í öllum Ifkamanum, það sé til- gangslaust að reyna útrekstur, því að þeir séu fastir þar. En þá kvað það einnig koma skýrt í Ijós, að það er Jesús Kristur, sem er sá sterki. Þar sem nafn hans er nefnt, þar sigrar það. Olav Garcia nefndi einmitt „okkult- ismann“ eða duitrúna sem einn þeirra farvega, sem „andaverur vonskunnar i himingeimnum“ hafa átt inn í það unga fólk, sem hann hefur komizt i kast við. Það hefur farið að kukla við það, sem mörgum hér heima finnst vera ósköp saklaust, eins og anda- glas. Djöfladýrkunin er geigvænleg- Ég held, að nú séu um tuttugu söfn- uðir djöfladýrkenda í Noregi, enn fleid

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.