Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 33

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 33
í Svíþjóð, og í Englandi er allt mor- andi af þeim. Sumir óttast, að mann fórnir verði hafnar á Skandínavíu á næstu mánuðum. Djöfladýrkendur fórna hiklaust fingrum sínum. Þetta er hræðileg staðreynd, sem hlýtur að vekja til umhugsunar. Hvern- ig eru kristnir menn viðbúnir slíku, slíkri innrás djöfulsins? Hér kemur hann öskrandi sem Ijón. Það finnst, en sést ekki, þegar hann læðist um í Ijósengilsmynd, en þegar hann fer að öskra, þá sést hann. Þá eru fráfall °9 afneitun komin á það stig, að hann Þykist ekki þurfa að hafa hljótt um sig. Um gott prestseyra — Síðasti ræðumaður á mótinu var Henrik Perret frá Finnlandi. -— Já, hann hefur starfað mikið í stúdentahreyfingunni í Finnlandi og hefur nú verið kallaður til að verða stúdentaprestur í haust. Hann hefur verið aðstoðarprestur í Helsingfors að undan förnu. Hann er gæddur sér- staeðum tónlistargáfum, hefur líklega Það, sem kallað er ,,absolut“ tóneyra, sPiiar hvað sem er eftir eyra í öllum tóntegundum. Eftir nótum getur hann sPilað verk meistaranna án undirbún- ings af ótrúlegri nákvæmni, þegar hann vill það við hafa. Hann hefur stjórnað finnska sönghópnum, ,,Go- sPelteamet“, sem hér kom fyrir fjór- Urn árum. Sá hópur var frábær og í t^emstu röð, þótt víða væri leitað sam- anburðar. Raddirnar voru svo afar góð- ar- Altsöngkonan hafði t. d. hlotið v'ðurkenningu í söngkeppni og verið s^ipað í fimmta sæti meðal altradda Síra Henrik Perrel. í Finnlandi. Henrik Perret hefur lagt mikið á sig vegna tónlistarinnar og starfsins í þágu Guðs ríkis. Því má raunar bæta hér við, þótt síra Jón geti þess ekki, að kona Henr- iks Perret, Ann-Kristin, hefur og kom- ið mjög við sögu á norrænum stúd- entamótum sem einsöngvari og sópran í sönghópnum, sem áður gat. Og söng hún einnig nokkrum sinnum í Laugar- dalshöll að þessu sinni, bæði ein og með öðrum. Allur tónlistarflutningur þeirra hjóna er miklu vandaðri og fág- aðri en gerist um söng og tónlist á slíkum samkomum ungs fólks. Hafa þau því lagt drjúgan skerf af mörk- um, til þess að auka tónlistarmennt meðal stúdenta á Norðurlöndum. Þó er Henrik Perret ekki það eitt gefið að geta stjórnað söng og leikið á píanó og orgel öðrum betur. Hann er fyrst 271

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.