Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 34

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 34
og fremst vottur og þjónn Jesú Krists og þá einlægur og alvörugefinn predik- ari. Og síðan matareitrun með meiru Þar kemur tali manna, að nefnd er matareitrun sú, er bitnaði á mörgum mótsgestum. Síra Jón hlær við og segir: — Bo Giertz lagði nokkuð skemmti- lega út af þeim atburði morguninn eftir nóttina, sem verst var. Hann komst sjálfur með naumindum niður í höll til að predika þann morgun. Hon- um þótti í raun og veru gott, að slíkt tækifæri skyldi gefast til að líða með Kristi. Hann sagði: „Þetta minnir okk- ur á alla þá, sem líða og hafa liðið um alair. Hugsið ykkur alla þá, sem fengið hafa matareitrun í fangabúð- um og engzt sundur og saman, ekki bara tvo, þrjá tíma eins og við, heldur e. t. v. dögum saman." Og fólkið, sem fékk matareitrunina, þá um nóttina, var í rauninni þakkláti fyrir þá reynslu, því að þá fyrst fóru verulega náin kynni að takast, í þján- ingunni og hjálparstarfinu. Sumir höfðu við orð, að þeir hefðu þess vegna kosið, að veikin hefði herjað strax fyrsta daginn. Þannig varð miklu frem- ur gaman úr þessu, og gremju varð alls ekki vart. Þó bitnaði þetta harka- lega á þeim, sem flytja varð í sjúkra- hús, en það varð þá líka til þess, að fólk, sem þar var, komst í snertingu við mótsgesti og gat rætt við þá. Stúdent- arnir sungu þar fyrir sjúklinga og báru trú sinni vitni. — Sennilega hefur framkoma þessa stóra hóps af ungu, kristnu fólki haft meiri áhrif en séð varð í fljótu bragði. Hún talaði víða sínu máli, og það var tekið eftir henni, segir skrásetjari. Um það hafa heyrzt sögur. Síra Jón játar því og telur, að predikunarferðir stúdenta út um land- ið eftir mótið hafi einnig haft talsverð áhrif með þeim hætti. Síra Arngrímur segir, að sér hafi þótt það bezt og merkilegast við mat- areitrunina, að ekki skyldi verða vart neinnar beiskju til matargerðarmann- anna. Hann segist ekki viss um, að veitingamenn hér á landi hafi í annan tíma orðið fyrir því, að svo vel vaeri tekið á slíku atviki. Og aðrir eru hon- um sammála, en þeir félagar, síra Jón og Gísli, bera jafnframt mikið lof á matargerðarmenn og framleiðslu alla. Segja þeir, að framleiðsla matar hafi aldrei fyrri gengið svo vel á nor- rænum stúdentamótum. Peysur og peningar Undirbúningsnefnd mótsins og stjórn- endur hafa hlotið mikið lof erlendra gesta, sem sýnt hafa þakklæti sitt með ýmsum hætti og m. a. með peninga- gjöfum. Síra Jón þakkar Stjórnunar- félagi íslands það að nokkru, hversu vel tókst, því að til þess var leitað um leiðbeiningar, en einkum telur hann þó að þakka beri þeim mikla fjölda fórnfúsra stúdenta og annarra áhuga- manna, sem unnu dag og nótt af stakri skyldurækni. En þegar spurt er, hvort nöfn skuli nefnd, vandast málið. Þau yrðu mörg, sem nefna þyrfti. Hins vegar hyggur hann, að allir, sem nserri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.