Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 45
i nútíðarkirkju þjóðar vorrar. Hann var að mörgu leyti ólíkur flestum islend- ingum. Hann var þá einnig ólíkur þeim og einstakur í þessu.“ Og fagur er vitnisburðurinn, sem sr. Jón Bjarna- son gefur sr. Páli í 25 ára minningar- riti íslenzka lútherska kirkjufélagsins. Par segir hann: „Út í yztu æsar tók sr. Páll þátt í hinum erfiðu kjörum safnaðarfólks síns, lagði allt í söl- urnar fyrir velferð þess, bæði andlega og líkamlega. Fram í opinn dauðann vann hann að verki embættisköllunar sinnar með þeim trúarstyrk, þeirri ó- eigingirni og þolinmæði, sem þeir einir geta, er vita sig standa í þjón- ustu Guðs — og treysta handleiðslu hans — í Jesú nafni.“ — Um áður umræddar trúardeilur segir sr. Jón í sama riti: „Sumir hafa talið þennan trúarágreining í öndveðri frumbýlissögu vorri hér í álfu tómt böl, '— en blessunin var bölinu meiri eða bölið átti að verða og varð oss Is- lendingum til blessunar. Líklega hefir eldrei áður — í sögu þjóðar vorrar af íslenzkri alþýðu, — jafnmikið °9 þá verið hugsað um sannindi krist- ionar trúar. Vér þurftum allir að ganga 1 gegnum þessa reynslu." Lífs- og starfsferill sr. Jóns Bjarna- sonar verður ekki lengur rakinn þessu sinni. — Hann dvaldist lengst af í Winnipeg og lézt þar árið 1914. — Ég ætla að Ijúka máli mínu með til- vitnun í minningargrein um hann — eftir dr. Jón Þorkelsson. Honum farast þannig orð: „Þó að sr. Jón væri ekki sá fyrsti héðan af landi, sem tók sér fasta bólfestu í Vesturheimi, verður hann þó alltaf þar landnámshöfðinginn vorra manna, — höfði hærri en aðrir menn. Það mikla starf, þrek og þol, sem hann hefir lagt í það að halda þar uppi íslenzkri kristni, íslenzkri tungu og öllu þjóðræknu og góðu, er ekki hægt að meta til hlítar. — En hitt er víst, að það hefir verið oiikið, — og skylt er að minnast þess með lotningu og þökkum nú við vertíð- arlokin." Já, — og enn verður ærin ástæða til þess, — á því minningarári, sem í hönd fer vestan hafs, — að þakka það Ijós, sem þessum tveimur íslenzku kirkjuleiðtogum auðnaðist — í krafti kristinnar trúar að tendra á vegi landa sinna í Vesturheimi. Erindi þetta var upphaflega flutt á aðalfundi Prestafélags Suðurlands 13. okt. 1974. En í sinni núverandi mynd var það flutt í Rikisút- varpið 1. ágúst þ. á. 283

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.