Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 46
MINNING Síra Jón Guðnason f. v. sóknarprestur og skjalavörður Jón Guðnason, fyrrverandi sóknar- prestur og skjalavörður, varð bráð- kvaddur að heimili sínu í Reykjavík, 11. maí s. I. Var hann hátt á 86. aldurs- ári að leiðarlokum. Síra Jón var fæddur að Óspaks- stöðum í Hrútafirði 12. júlí 1889. Voru foreldrar hans Guðni bóndi þar Einars- son, bónda að Valdasteinsstöðum í Hrútafirði, og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir, bónda í Hvítuhlíð í Óspakseyr- arhreppi Jónssonar. Þótt efni væru af skornum skammti réðst síra Jón ung- ur til mennta. Hann lauk prófi í Flens- borgarskóla 1908 og gagnfræðaprófi við menntaskóla Reykjavíkur vorið 1909. Við sama skóla lauk hann stúd- entsprófi 1912 og guðfræðiprófi við Háskóla islands 1915. Veturinn 1915—■ 1916 var hann kennari við Flensborg- arskólann, en fékk síðla þess vetrar Staðarhólsþing í Dalasýslu. Var hann vígður þangað um vorið og sat á Staðarhóli. Vorið 1918 var hann skip- aður prestur I Suðurdalaþingum og sat á Kvennabrekku. Árið 1928 fékk hann Prestbakka í Hrútafirði og var sóknarprestur þar til 1948. Jafnframt embætti sínu gegndi hann um skeið prestþjónustu í nálægum prestaköll- um. Fyrstu búskaparár sín hafði hann og nemendur í heimakennslu. Skóla- stjóri héraðsskólans að Reykjum í Hrútafirði var hann 1930—1932 og kennari við þann skóla 1934— 1948- Er þá undanskilið tímabilið 1940" 1943, þegar skóiahúsið var hersetið og skólinn gat ekki starfað. Vorið 1948 var hann svo skipaður skjalavörður við Þjóðskjalasafnið, en lét af Þvl starfi fyrir aldurssakir 1959. Hann átti 284

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.